Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentGilbert Burns kemst ekki á topp 15 eftir sigurinn á Gunnari

Gilbert Burns kemst ekki á topp 15 eftir sigurinn á Gunnari

Enging breyting er á topp 15 styrkleikalistanum í veltivigtinni eftir helgina. Jared Cannonier fer hins vegar upp um fjögur sæti eftir sigur sinn um síðustu helgi.

Gunnar Nelson tapaði fyrir Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Burns sagði eftir bardagann að hann vilji helst fá andstæðing á topp 15 næst og telji sig eiga heima á topp 15 í veltivigtinni.

Nýr listi kom í dag og þar er engin breyting í veltivigtinni. Neil Magny situr enn sem fastast í 15. sæti í veltivigtinni en Burns nefndi hann sérstaklega sem mögulegan næsta andstæðing.

Jared Cannonier er hástökkvari vikunnar en hann fór úr níunda sæti í millivigtinni yfir í það fimmta. Hermansson, sem Cannonier sigraði, dettur um eitt sæti og niður í það sjötta.

Listann í heild sinni má sjá hér. Styrkleikalistinn er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn og kemur nýr listi nokkrum dögum eftir hvern viðburð UFC. Þar raða fjölmiðlamenn 15 bestu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki fyrir sig.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular