Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞrír titilbardagar staðfestir á UFC 245

Þrír titilbardagar staðfestir á UFC 245

Það verða þrír titilbardagar á UFC 245 í desember. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas þann 14. desember og verður næstsíðasta bardagakvöld ársins.

ESPN staðfesti í síðustu viku bardaga Kamaru Usman og Colby Covington. Þetta verður fyrsta titilvörn Usman síðan hann vann titilinn af Tyron Woodley í mars.

Bardaginn hefur verið lengi í smíðum og reyndi UFC að setja bardagann saman á UFC 244 í New York en samningar náðust ekki. Bardaginn verður þess í stað í Las Vegas og verður þetta aðalbardagi kvöldsins.

Sama kvöld mætast þær Amanda Nunes og Germaine de Randamie um bantamvigtartitil kvenna. Nunes varði titilinn sinn í júlí þegar hún rotaði Holly Holm í 1. lotu.

Þá mun Max Holloway verja fjaðurvigtartitil sinn þegar hann mætir Alexander Volkanovski. Holloway varði titilinn sinn síðast í júlí þegar hann sigraði Frankie Edgar.

Það stefnir í ansi gott bardagakvöldið en auk titilbardaganna munu þeir Robbie Lawler og Santiago Ponzinibbio mætast á UFC 245.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular