spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGlímumaður mánaðarins: Daði Steinn

Glímumaður mánaðarins: Daði Steinn

Daði Steinn Brynjarsson
Mynd: Örn Arnar Sólmundsson.

Glímumaður mánaðarins í mars er Daði Steinn Brynjarsson. Daði er yfirþjálfari glímunnar í VBC í Kópavogi og einn af bestu glímumönnum landsins.

Daði Steinn er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu, þrefaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur unnið til fjölda annarra verðlauna á glímumótum hér heima og erlendis.

Hvenær og hvernig byrjaðiru í BJJ?

Ég byrjaði að æfa árið 2010 í Combat gym, gymmið var ný opnað og var það vinur sem plataði mig að kíkja á ninjitsu æfingu. Ég prófaði síðar að mæta á BJJ æfingu og það hentaði mér mun betur.

Hvernig varstu svona góður í BJJ? Þ.e. hvað helduru að hafi stuðlað mest að því að þú varðst svona góður?

Ég mundi segja að kennslan hafi gert mest fyrir mig. Ég hef verið án þjálfara og æfingafélaga á svipuðu getustigi síðan 2012. Ég neyddist til að grafa mig í tæknina sjálfur, til að skilja hvernig allt virkaði fyrir kennsluna. Ég byrjaði að kenna snemma á jiu-jitsu ferli mínum og hefur það alltaf verið passionið.

Þegar ég var blátt belti voru engir byrjendatímar í Combat gym og vorum við ekki að fá mikið af nýju fólki inn. Ég tók það að mér að byrja með byrjendatíma sem urðu fljótt vel mannaðir. Árið 2012 fæ ég síðan fjólublátt belti og seinna á árinu lokar Combat. Ég var gymmlaus í langan tíma og fór að einbeita mér að einkaþjálfun og prófaði box. Seinna gafst mér tækifæri að þjálfa hjá Full Circle, það var í fyrsta sinn sem ég var yfirþjálfari og var ég að kenna fulla stundatöflu sem var mjög krefjandi til að byrja með. Síðan þá hef ég verið að þjálfa öll kvöld og er núna að þjálfa flest alla BJJ tíma hjá VBC í Kópavogi.

Hversu oft æfiru BJJ á viku?

Ég reyni að glíma 4-5 sinnum í viku en það gengur ekki alltaf upp.

Hvernig finnst þér best að æfa? Drillaru mikið eða tekuru meira af frjálsum glímum?

Ég styð það að drilla mjög mikið og hvet nemendur mína til að drilla, en ég geri það ekki sjálfur, ég er of latur. Þegar maður er kominn með ágætis skilning á sportinu getur maður drillað á meðan maður glímir við fólk á lærra leveli. Ég geri það mikið, finn mér eitthvað til að vinna í og drilla það meðan ég glími.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót?

Ég er ekki með neitt sett prógram, ég er harðari við sjálfan mig og reyni að borða og sofa vel.

Hver er þín besta frammistaða á móti og var eitthvað eitt atriði sem þér fannst vera lykillinn að árangrinum?

Ég bara veit það hreinlega ekki. Ég er ekki mikill keppnismaður sjálfur, ég keppi til að safna reynslu en markmiðin mín liggja í því að verða góður þjálfari, ekki keppandi. En ætli ég sé ekki stoltastur af fyrsta Íslandsmeistaratitlinum mínum árið 2013. Ég átti mjög góðar og erfiðar glímur til að fá gullið.

Hvaða bakgrunn hefuru úr öðrum íþróttum?

Ég hoppaði mikið milli íþrótta sem krakki, ég hélst ekki nógu lengi í neinu. Ég hef svo sem ekki sterkan bakgrunn í neinu en hef prófað margt.

Hugsaru vel um mataræðið þitt?

Ég reyni, en ég kann mér ekki hóf. Þegar ég fæ mér súkkulaði byrjar tveggja mánaða binge.

Geriru einhverjar styrktar- og/eða þolæfingar með glímunni? Yoga?

Ég ætti að vera að lyfta en því miður ekki nógu duglegur við það.

Skemmtilegasti æfingafélaginn?

Það mundi vera hann Elías Kjartan, en hann er því miður fluttur úr landi. Allir sem gefa mér góða og tæknilega glímu eru skemmtilegur t.d. Eiður, Marek og Davíð Freyr.

Leiðinlegasti æfingafélaginn?

Það mundi vera hann Ýmir, hann getur verið mjög leiðinlegur. Ekki gefa honum Crossface….
Honorable mention væri hann Óli Haukur, hann er ekki beint leiðinlegur æfingafélagi, hann er bara leiðinlegur.

Uppáhalds íslenski glímumaður?

Þeir eru nokkrir. Halldór Logi er flottur, hann er með svo flott mindset og gefst ekki upp. Eiður er frábær glímumaður, alltaf til í að keppa og gera það sem hann þarf til að bæta sig og sportið. Það er alltaf gaman að horfa á Ómar Yamak, hann er með svo flotta tækni og hreyfingar. Svo er það auðvitað hún Ólöf Embla, það eru fáir sem eru tilbúnir að vinna jafn mikið og hún, hún lætur ekkert stöðva sig.

Á hvaða erlendu glímumenn horfiru mest á?

Ég tek tímabil, núna er ég að fylgjast mikið með Mendes bræðrunum. Gui hefur alltaf verið meira í uppáhaldi en Rafa er að koma sterkur inn þessa dagana.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular