spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: Pat Miletich

Goðsögnin: Pat Miletich

Það er ekki alveg víst að allir MMA aðdáendur þekki Pat Miletich. Margir kannast við hann sem MMA sérfræðing í jakkafötum á bardagakvöldum Strikeforce en hann er miklu meira en það.

Pat Miletich skilur eftir sig mikilvæga arfleifð en hann er mikill frumkvöðull og átti stóran hlut í að móta MMA í þá íþrótt sem hún er í dag. Hann varð fyrsti UFC meistarinn í veltivigt og varði beltið fjórum sinnum. Hann þróaði hið fræga Miletich Fighting System sem er í raun ekkert annað en MMA eins og við þekkjum það í dag. Miletich þjálfaði nokkrar heimsmeistara eins og Matt Hughes, Jens Pulver og Robbie Lawler. Hann barðist 38 sinnum á MMA ferlinum, 29 sigrar en aðeins sjö voru dómaraákvarðanir. Tveir bardagar fóru í jafntefli en annar þeirra var gegn hinum risavaxna Dan Severn sem var um 36 kg þyngri.

PM

Uppruni

Patrick Jay Miletich fæddist árið 1966 í bænum Davenport í Iowa fylki í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Króatíu sem skýrir viðurnefnið „The Croatian Sensation“ sem hann fékk síðar. Miletich æfði glímu frá sex ára aldri og æfði stíft í gegnum menntaskóla en hætti snemma skólagöngu til að annast veika móður sína. Það var að lokum veikindi móður hans sem ýttu honum út í að verða atvinnumaður í MMA.

Miletich_Severn

Pat Miletich hóf ferilinn með látum. Hann sigraði fyrstu 15 bardagana sína, alla í fyrstu lotu. Í þeim 16. mætti hann Matt Hume, sem er þekktastur í dag fyrir að vera virtur þjálfari (þjálfar Demetrious Johnson). Miletich nefbrotnaði í fyrstu lotu og fékk ekki að halda áfram þrátt fyrir mikil mótmæli. Sá bardagi er skráður sem tap en sé litið framhjá honum var Miletich ósigraður fyrstu 25 bardaga ferilsins.

Einkenni

Pat Miletich er mikill leiðtogi en þeir bardagakappar sem hann hefur þjálfað líta mikið upp til hans og hafa reynst honum einstaklega hliðhollir í gegnum árin. Hann er fjölhæfur bardagamaður og einn sá fyrsti sem æfði og kenndi MMA með svipuðum hætti og gert er enn þann dag í dag. Hann virðist vera sterka þögla týpan en getur þó tjáð sig vel eins og sást í starfi hans fyrir Strikeforce.

Strikeforce

Stærstu sigrar

Það er erfitt að benda á einn sigur sem skipti Miletich mestu máli. Hvað feril hans varðar er það heildin sem skiptir mestu máli. Hann sigraði útsláttarmót sem haldið var á UFC 16. Þar sigraði hann Townsend Saunders og Chris Brennan sem eru ekki stór nöfn en mótið er þýðingarmikið engu að síður. Titilinn í veltivigt fékk hann þegar hann sigraði Mikey Burnett. Aftur er það titillinn sjálfur sem skipti meira máli en andstæðingurinn en Miletich skrifaði nafn sitt í sögubækurnar með því að verða fyrsti meistarinn í veltivigt.

Verstu töp

Versta einstaka tapið var gegn Carlos Newton á UFC 31. Newton sigraði með svokölluðu „bulldog choke“ og Miletich tapaði UFC titlinum.

tap

Fáir vita

Pat Miletich hefur þjálfað hermenn og lögreglumenn í rúm 15 ár í sjálfsvörn og bardagatækni.

Pat Miletich er yfirleitt stimplaður sem glímukall en er einnig þriðju gráðu svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu og karate.

Pat Miletich er frímúrari.

Pat Miletich vildi berjast við Frank Shamrock þegar báðir voru UFC meistarar en Shamrock neitaði.

kennsla

Hvar er hann í dag?

Miletich er mikill fjölskyldumaður, hann er giftur og á þrjár dætur. Í dag heldur hann áfram að dreifa boðskapnum og þjálfa menn í sjálfsvörn. Miletich er einnig einn af bardagalýsendum á sjónvarpsstöðini AXS TV.

Á síðasta ári var Pat Miletich tekinn inn í „UFC Hall of Fame“.

Hér er fyrsti hluti af fjórum af áhugaverðri heimildarmynd um The Miletich Fighting System:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular