spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: Royce Gracie

Goðsögnin: Royce Gracie

royce gracie 1Líkt og venjan er á föstudögum skoðum við gamlar goðsagnir í íþróttinni. Goðsögnin að þessu sinni er frumkvöðullinn Royce Gracie en hann er einn áhrifamesti bardagamaður í sögu MMA.

Royce Gracie var fyrsti Ultimate Fighting Champion. Hann vann UFC 1, 2 og 4 en í hverri keppni fór fram útsláttarkeppni á einu og sama kvöldinu sem Royce sigraði. Eins og nafnið gefur til kynna kemur hann úr hinni frægu Gracie fjölskyldu og var bakgrunnur hans auðvitað brasilískt jiu-jitsu.

Uppruni

Royce Gracie kom fyrst fram á sjónvarsviðið á UFC 1 árið 1993. Hann sigraði þá Art Jimmerson (boxari), Ken Shamrock og Gerard Gordeau (Savate) alla á sama kvöldi og varð fyrsti UFC meistarinn. Það væri nóg til að komast í sögubækurnar í MMA heiminum en Royce hélt áfram og sigraði UFC 2 og 4. Hann er stór hluti af uppruna UFC og skipar stóran sess í sögu bardagasamtakanna.

Einkenni

Royce var auðvitað frábær í gólfinu enda verið svart belti í brasilísku jiu-jitsu lengi áður en hann keppti á UFC 1. Hann er nú hættur en af 14 sigrum hans hafa 12 komið eftir uppgjafartök. Hann var aldrei neitt sérstaklega góður standandi og var ekki beint „Mixed martial artist“. Hann var aftur á móti frábær í góflinu og það kom honum langt þegar íþróttin var í sínum fyrstu skrefum. Hann sýndi að jiu-jitsu gæti yfirbugað næstum hvaða bardagastíl sem er. Þess má geta að Royce var sérstaklega valinn af Gracie fjölskyldunni þar sem hann leit út fyrir að vera veikburða. Einn sá besti í Gracie fjölskyldunni, Rickson Gracie, var of hraustur að þeirra mati (Rickson var tæp 100 kg á meðan Royce var 80 kg) en fjölskyldan vildi sýna að tækni þeirra, en ekki styrkur, gæti yfirbugað hvaða bardagastíl sem er.

royce gracie 3Stærstu sigrar

Stærsti sigur hans er sennilega sigurinn á UFC 1. Eins og kom fram hér að ofan sigraði hann þrjá keppendur á sama kvöldi til að verða fyrsti Ultimate Fighting Champion. Það er nóg til að komast í sögubækurnar.

Verstu töp

Royce tapaði aðeins tveimur bardögum á ferlinum. Fyrra tapið var 90 mínútna bardagi við Kazushi Sakuraba en hornið ákvað að kasta inn handklæðinu eftir sjöttu lotu (15 mínútna lotur). Sakuraba fékk síðar viðurnefnið „The Gracie Killer“ en hann sigraði fjóra úr Gracie fjölskyldunni. Tapið gegn Matt Hughes var mun verra þar sem Gracie átti einfaldlega ekki möguleika í Matt Hughes. Veltivigtarmeistarinn Hughes átti ekki í miklum erfiðleikum með Royce hvort sem það var standandi eða á jörðinni og leit hinn 39 ára gamli Royce ekkert sérstaklega vel út í bardaganum. Það versta við feril hans er þó þegar hann féll á lyfjaprófi árið 2007 eftir að upp komst um notkun á anabólískum sterum.

Fáir vita

Royce sigraði Gerard Gordeau í úrslitunum á UFC 1. Einhverjir muna kannski eftir því að Royce var ekkert að flýta sér að sleppa hengingartakinu þrátt fyrir að Gordeau væri að tappa út. Að sögn Royce hafði Gordeau bitið hann fyrr í bardaganum en það var að sjálfsögðu bannað að bíta (sem var ein af fáum reglum í UFC á þeim tíma). Royce var pirraður á bitinu og hélt því uppgjafartakinu aðeins lengur. Þess má einnig geta að Royce Gracie lék í myndbandinu við lagið Attitude með brasilísku þungarokkssveitinni Sepultura. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Hvar er hann í dag?

Royce hætti formlega í nóvember 2013 en hans síðasti bardagi var sigur á Sakuraba í júní 2007. Í dag er hann sérstakur sendiherra fyrir Bellator og kemur það nokkuð á óvart þar sem Royce er í frægðarhöll UFC. Royce aðstoðar Bellator við kynningu á viðburðum, heldur námskeið á þeirra vegum, er viðstaddur sérstaka viðburði og hjálpar Bellator að stækka á alþjóðlegum vettvangi. Það hefur þó ekki mikið farið fyrir honum á undanförnu fyrir utan endalaus rifrildi hans við Eddie Bravo í fjölmiðlum.

Sixth Annual Fighters Only World Mixed Martial Arts Awards

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular