spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGóður árangur á NAGA í Dublin

Góður árangur á NAGA í Dublin

Fimm Íslendingar kepptu á NAGA glímumótinu í Dublin í gær. Strákarnir nældu sér ekki í belti en tryggðu sér þó sjö verðlaun á mótinu.

Þeir Eiður Sigurðsson, Einar Johnson, Pétur Óskar Þorkelsson, Sigurvin Eðvarðsson og Þórhallur Ragnarsson kepptu allir á NAGA (North American Grappling Association) mótinu í Dublin í gær. Allir koma þeir úr Mjölni en Einar keppti fyrir hönd SBG þar sem hann er búsettur í Dublin. Keppt var bæði í galla (gi) og án galla (nogi). NAGA hefur þann vana að veita sigurvegurum Expert flokkanna (fjólublá, brún og svört belti) glæsileg belti í stað bikars en ekki tókst strákunum að ná sér í belti í þetta sinn.

Eiður Sigurðsson náði besta árangrinum á mótinu af íslensku keppendunum. Hann keppti í -89,9 kg Expert flokki í nogi þar sem hann náði bronsinu. Átta manns voru í flokknum og vann hann fyrstu glímu, tapaði í undanúrslitum og vann svo bronsglímuna.

Í gi hluta mótsins voru þrír í hans flokki (-89,9 kg flokkur brúnbeltinga) en þar vann hann eina glímu og tapaði einni og fékk hann því silfur að launum.

Pétur Óskar Þorkelsson keppti í -69,9 kg Expert flokki í nogi. Þar tapaði hann fyrstu glímu en vann svo bronsglímuna og hafnaði því í 3. sæti. Í gi hluta mótsins voru þeir þrír í flokki fjólublábeltinga og tapaði Pétur báðum sínum glímum þar.

Sigurvin Eðvarðsson keppti í -89,9 kg Expert flokki 30-35 ára (Master 1) í nogi. Sigurvin fékk þrjár glímur þar og hafnaði í 4. sæti eftir að hafa unnið fyrstu glímuna sína. Sigurvin var einnig í 4. sæti í gi hluta mótsins (flokkur fjólublábeltinga).

Þórhallur Ragnarsson tapaði fyrstu glímu í nogi -89,9 kg Expert flokki og komst ekki á pall. Í flokki fjólublábeltinga hafnaði Þórhallur í 3. sæti af þremur.

Einar Johnson keppti í -64 kg flokki blábeltinga (30-35 ára) og voru þeir tveir í flokknum, bæði í gi og nogi. Einar þurfti að sætta sig við tap í nogi en vann svo sama andstæðing í gi. Einar átti upphaflega að keppa í 40-45 ára flokki en þar sem enginn var skráður þar keppti hann í yngri aldursflokki.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular