spot_img
Wednesday, December 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGrettismótið 2017 úrslit

Grettismótið 2017 úrslit

Grettismót Mjölnis fór fram í dag en þetta er í fimmta sinn sem mótið er haldið. Þau Halldór Logi Valsson og Inga Birna Ársælsdóttir voru sigurvegarar dagsins en þau unnu opnu flokkana með glæsibrag.

Hátt í 40 þátttakendur voru skráðir á mótið. Óhætt er að segja að Halldór Logi hafi fengið fullt hús eftir daginn. Halldór vann -101 kg flokk karla, opinn flokk karla og vann allar glímurnar sínar með uppgjafartaki. Auk þess fékk hann verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins þegar hann sigraði Eið Sigurðsson með „flying triangle“ í úrslitum opna flokksins. Frábær frammistaða hjá Halldóri í dag og er óhætt að fullyrða að hann hafi verið maður dagsins.

Inga Birna Ársælsdóttir sigraði opinn flokk kvenna en hún sigraði Karlottu Brynju Baldvinsdóttur með armlás í úrslitaviðureigninni. Eiður Sigurðsson átti einnig góðan dag en hann vann einn sterkasta flokk mótsins, -90 kg flokkinn, og hafnaði í 2. sæti opna flokksins eftir að hafa sigrað marga sterka glímumenn á leið í úrslitin.

Hér að neðan má sjá öll úrslit mótsins.

-68 kg flokkur karla

  1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
  2. sæti: Philippe Bauzon (Kore BJJ)
  3. sæti: Gunnar Sigurðsson (VBC)

-79 kg flokkur karla

  1. sæti: Vilhjálmur Arnarsson (Fenrir)
  2. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)
  3. Valdimar Torfason (Mjölnir)

-90 kg flokkur karla

  1. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)
  2. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
  3. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)

-101 kg flokkur karla

  1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
  2. sæti: Pétur Marinó Jónsson (Mjölnir)
  3. sæti: Máximos Aljayuosi (Mjölnir)

+101 kg flokkur karla

  1. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
  2. sæti: Pétur Jóhannes Óskarsson (Mjölnir)
  3. Kjartan Vífill Ívarsson (Kore BJJ)

Opinn flokkur kvenna

  1. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
  2. sæti: Karlotta Brynja Baldvinsdóttir (VBC)
  3. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

  1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
  2. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)
  3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular