spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar: Alvarez á ekki eftir að þola höggin frá Conor

Gunnar: Alvarez á ekki eftir að þola höggin frá Conor

Gunnar Nelson UFC RotterdamGunnar Nelson hefur fulla trú á að æfingafélagi sinn og vinur, Conor McGregor, muni sigra Eddie Alvarez um helgina. Bardagi Conor og Alvarez er aðalbardaginn á UFC 205 sem fram fer á laugardaginn.

Fjaðurvigtarmeistarinn Conor McGregor freistar þess að verða tvöfaldur meistari í UFC. Takist honum að sigra léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez verður hann sá fyrsti í sögu UFC til að halda tveimur beltum á sama tíma.

UFC 205 fer fram í Madison Square Garden og verður risa bardagakvöld. Gunnar íhugaði að skella sér til New York á bardagann en ákvað að vera heima í staðinn enda erfitt að fá miða á bardagakvöldið.

Gunnar telur Eddie Alvarez henta Conor vel. „Ég held að þetta sé gott matchup fyrir Conor. Auðvitað er Eddie Alvarez mjög góður og hann hefur sýnt það að hann er grjótharður og þeir eru líka helvíti fínir í gameplönum, hann og hans lið,“ segir Gunnar.

„En ég held bara að ef við setjum þetta í samanburði við síðustu bardaga hjá honum, Conor lendir yfirleitt alltaf. Þeir sem fara á móti honum eru yfirleitt að fá einhver högg í sig, og yfirleitt tvö mögulega þrjú clean, mjög þung högg sem þeir kannski sjá ekki. Og t.d. Diaz vs. Alvarez, Diaz þolir þetta hrikalega vel og er einn af fáum sem þolir að láta berja sig svona hroðalega og heldur áfram og það virðist ekki taka mikið frá honum.“

„En ég held að á móti Alvarez þá eigi hann [Alvarez] ekki eftir að þola það. Hvort sem hann verði out eða það ringlaður að hann geti ekki beitt sér eða hvort það fokki upp öllu planinu og hann eigi bara eftir smám saman að brotna. Conor nái honum þannig.“

Gunnar býst við að Alvarez muni reyna að taka hann niður, þreyta og hægja aðeins á honum. „Það er fínt gameplan, ekki viss um að það takist, held bara að það takist ekki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan en þar spáir Gunnar einnig í titilbardagann í sínum flokki á milli Tyron Woodley og Stephen Thompson.

Í næstu viku birtum við svo seinni hluta viðtalsins þar sem við ræddum um meiðsli Gunnars og framhaldið.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular