spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar fær að nota Leiðin okkar allra

Gunnar fær að nota Leiðin okkar allra

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Gunnar Nelson mun ganga í búrið á laugardaginn undir laginu Leiðin okkar allra með Hjálmum líkt og venjan er. UFC hefur þó áður sett sig á móti laginu en þau vandamál gætu verið úr sögunni.

Þegar Gunnar barðist sinn fyrsta bardaga í UFC voru bardagasamtökin ekki yfir sig hrifin af laginu.

„Dana White [forseti UFC] var ekki hrifinn af laginu. Þeir vildu fá eitthvað með meira tempó. Við stungum þá upp á þremur lögum, Brennið þið vitar, Trúir þú á engla með Bubba og Jinx með Quarashi,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars.

Síðan þá hefur þetta alltaf verið sama sagan. „Þegar Gunnar var í aðalbardaganum í Stokkhólmi þá var þetta sama vesenið. Þeir vildu eitthvað lag sem myndi kýla áhorfendur upp. Ég sendi þeim langt bréf þar sem ég útskýrði einfaldlega að þetta væri Gunnar Nelson LAGIÐ og það yrði allt brjálað meðal áhorfenda á Íslandi ef það myndi ekki heyrast. Það hefur kannski markað endalokin á þessu veseni þar sem engar athugasemdir hafa komið við lagið núna, heldur bara spurning um hvort Gunnar vilji nota sama lag og áður.“

Gunnar mun því sennilega ganga undir fögrum tónum Hjálma líkt og venjan er. Það verður þó að segjast eins og er að það hefði verið ansi áhugavert að heyra Gunnar ganga í búrið undir þessum tónum:

Hjálmar – Leiðin okkar allra

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Þetta mál er endanlega afgreitt núna 🙂 Áttum fund með Dana og Lorenzo í Vegas í síðustu viku þar sem við tókum m.a. málið upp og þeir eru orðinn vel sáttir við lagið. Enda hvernig væri annað hægt með svona meistaraverk?!

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular