spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar, hengdu þennan fallega mann!

Gunnar, hengdu þennan fallega mann!

Gunnar Nelson london 2017
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Þá er komið að þessu, biðin er á enda, Gunnar Nelson berst í kvöld! Það er ekkert stærra hjá okkur en þegar Gunnar Nelson berst og nú er bara komið að því.

Gunnar mætir Alan Jouban í London á The O2 Arena. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast.

Þetta er níundi bardaginn hans í UFC og hef ég alltaf náð að vera viðstaddur – fyrstu tvo bardagana sem aðdáandi og síðar sem fjölmiðlamaður. Gunnar er alltaf að verða þekktari og þekktari í hinum stóra heimi og er hann mjög vinsæll meðal bardagaaðdáenda. Þræðir um hann á Reddit eru til að mynda alltaf mjög vinsælir og þar keppast menn um að grínast með sallarólegt yfirbragð hans.

Að mati flestra aðdáenda og fjölmiðla er þetta alvöru main event kvöldsins. Þetta er bardaginn sem er að fá mesta athygli þó hann sé bara co-main event. Á fjölmiðladeginum á fimmtudaginn voru lang flestu blaðamennirnir í kringum Gunnar, Alan Jouban og Makwan Amirkhani. Jimi Manuwa og Corey Anderson, sem eru í aðalbardaga kvöldsins, fá auðvitað sína athygli en mesta athyglin beinist að bardaga okkar manns.

Alan Jouban er kannski ekki á styrkleikalista UFC en það er gæji sem enginn má vanmeta. Vissulega hefur maður sjálfur verið að segja að þetta sé bardagi sem Gunnar á að vinna en þetta er MMA þar sem allt getur gerst. Gunnar er með vopnin til að vinna Jouban og það sama má segja um Jouban. Gunnar er bara með betri vopn en Jouban og ætti því að vinna þetta ef hann er eins góður og við höldum.

Bardaginn gegn Gunnari er allt öðruvísi fyrir Jouban heldur en hans síðasti. Síðast mætti Jouban manninum með tattú á enninu, Mike Perry, sem hagar sér ávallt eins og erkifífl. Perry var stöðugt að áreita Jouban á Twitter fyrir bardagann, senda honum fingurinn í morgunmatnum og bara með endalaust bögg. Eftir svona gæja fær hann svo einn þann rólegasta í bransanum, Gunnar Nelson.

Þöggla týpan, eins og Gunnar og Fedor Emelianenko eru, getur líka verið óþægileg. Gunnar virðist ekki mikið vera að pæla í einhverju face-offi eða að breiða út vængina sína eins og páfugl fyrir framan andstæðinganna. Hann gerir bara sitt. Fyrrum andstæðingar Fedor hafa margir hverjir talað um að þeim fannst óþægilegt hve rólegur og yfirvegaður hann var. Það kom þeim stundum í ójafnvægi enda er oft sagt að það séu þessir hljóðlátu sem eru hættulegastir.

Bardaginn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar mann. Með sigri ætti hann að fá stóran bardaga næst. En til þess að það gerist þarf hann að vinna Alan Jouban og helst sannfærandi. Þó við eigum að vera hlutlaus fjölmiðill getum við ekki annað en vonast eftir því að Gunnar Nelson hengi þennan fallega mann, Alan Jouban, í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular