spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar: Líst mjög vel á Alex Oliveira

Gunnar: Líst mjög vel á Alex Oliveira

Gunnar Nelson mætir Alex ‘Cowboy’ Oliveira á UFC 231 í desember. Gunnar er mjög ánægður með andstæðinginn og hlakkar til að berjast í Kanada.

UFC 231 fer fram þann 8. desember í Toronto í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Brian Ortega um fjaðurvigtartitilinn en ekki er vitað að svo stöddu hvar í röðinni bardagi Gunnars verður á bardagakvöldinu.

Gunnari lýst vel á Oliveira og segir hann vera mjög góður bardagamaður. Gunnar og hans lið eru búnir að leita að bardaga í 1-2 mánuð núna eftir að hann náði sér af meiðslunum og bjóst í raun ekki við að fá svo góðan bardaga. Oliveira er á topp 15 styrkleikalistanum og það er það sem Gunnar óskaði helst eftir.

Undirbúningurinn fyrir bardagann mun að mestu leyti fara hér heima en Gunnar gæti skroppið stutt út til Dublin til að æfa hjá SBG. Hingað til lands munu koma öflugir æfingafélagar til að aðstoða Gunnar og má þar nefna Peter Quelly, Philipp Mulpeter og sennilega Abner Lloveras. Þá mun Ryan Hall koma hingað til lands í 10 daga en Hall mætir B.J. Penn á UFC 232 í lok desember.

Í viðtalinu talar Gunnar einnig um nýjar styrktar- og þrekæfingar sem hann stundar nú undir handleiðslu Unnars Helgasonar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular