Gunnar Nelson var gestur í nýjasta þættinum í hlaðvarpi Snorra Björns, The Snorri Björns Podcast Show. Farið er um víðan völl í þættinum og er spjallið afar áhugavert.
Síðustu mánuðir hafa ekki verið nein sigurganga fyrir Gunnar Nelson. Í þættinum fer hann yfir stöðuna, rifjar upp sögur frá menntaskólagöngunni og fyrstu keppnunum hans, hvernig það var að ákveða að tileinka lífi sínu bardagalistum og hvað liggur að baki velgengni Gunnars, sem að hans mati mun leiða hann að heimsmeistaratitlinum í UFC.
Þá fer hann einnig yfir æfingarnar í New York á sínum tíma, hugarfarið sitt, niðurskurðinn í veltivigtinni, endurat gegn Santiago Ponzinibbio, bardagann gegn Demian Maia, Conor McGregor og margt fleira.