spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson mætir Alan Jouban í London (staðfest)

Gunnar Nelson mætir Alan Jouban í London (staðfest)

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson mun mæta Alan Jouban í London þann 18. mars. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan í maí og verður gaman að sjá okkar mann í búrinu aftur.

Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event) en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Corey Anderson og Jimi Manuwa.

Alan Jouban er 35 ára Bandaríkjamaður en meðfram bardagaferlinum starfar Jouban sem fyrirsæta. Jouban er 6-2 í UFC rétt eins og Gunnar en Jouban hefur unnið þrjá bardaga í röð. Síðasta tap Jouban kom gegn Albert Tumenov sem Gunnar sigraði í maí í fyrra.

Jouban er með 15 sigra á ferlinum og fjögur töp. Af sigrunum 15 eru tíu eftir rothögg en hann er hættulegastur standandi en er góður á öllum vígstöðum bardagans.

Sjá einnig: Hver er þessi Alan Jouban?

Bardagakvöldið í London fer fram í The O2 Arena en þar sigraði Gunnar Omari Akhmedov í mars 2014. Búið var að útiloka að Gunnar yrði á bardagakvöldinu enda er skammt í viðburðinn og hafði UFC staðfest þó nokkra bardaga á kvöldið. Bardaginn kemur tiltölulega seint miðað við UFC en nú eru aðeins tæpar fimm vikur í bardagakvöldið.

Gunnar sagði í samtali við okkur að hann hefði viljað fá einhvern á styrkleikalistanum en það var einfaldlega enginn í boði á þessari stundu.

Miðasalan hófst fyrir nokkrum vikum síðan en enn er mögulegt að fá miða á nokkrum svæðum. Hér að neðan má sjá hvernig bardagakvöldið lítur út:

Léttþungavigt: Corey Anderson gegn Jimi Manuwa
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Alan Jouban
Bantamvigt: Henry Briones gegn Brad Pickett
Veltivigt: Leon Edwards gegn Vicente Luque
Léttvigt: Marc Diakiese gegn Teemu Packalen
Millivigt: Oluwale Bamgbose gegn Tom Breese
Millivigt: Scott Askham gegn Brad Scott
Léttþungavigt: Francimar Barroso gegn Darren Stewart
Léttvigt: Joseph Duffy gegn Reza Madadi
Bantamvigt kvenna: Lina Lansberg gegn Veronica Macedo
Þungavigt: Timothy Johnson gegn Daniel Omielanczuk
Fjaðurvigt: Arnold Allen gegn Makwan Amirkhani

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular