spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson mætir Demian Maia í desember

Gunnar Nelson mætir Demian Maia í desember

gunni maiaLoksins er Gunnar Nelson kominn með andstæðing. Draumaviðureign Gunnars gegn Demian Maia verður að veruleika þann 12. desember á UFC 194!

Bardaginn verður að öllum líkindum á aðalhluta bardagakvöldsins í desember. Þeir Conor McGregor og Jose Aldo berjast í aðalbardaganum á UFC 194 og þá munu þeir Chris Weidman og Luke Rockhold berjast um millivigtartitilinn sama kvöld.

Það stefnir allt í frábært bardagakvöld líkt og á UFC 189. Demian Maia er einn besti gólfglímumaður sem stigið hefur fæti inn í UFC búrið og margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Demian Maia er einn af fáum bardagamönnum í heiminum sem stenst Gunnari snúninginn í gólfinu og er jafnvel betri glímumaður.

Maia hefur sigrað þrjá bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Rory MacDonald í fyrra. Þarna mætast tveir af bestu glímumönnum veltivigtarinnar og verður áhugavert að sjá hvernig bardaginn mun spilast.

Við munum fara nánar yfir feril Demian Maia síðar í dag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular