Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson mætir Rick Story í Svíþjóð!

Gunnar Nelson mætir Rick Story í Svíþjóð!

Rick-StoryFyrr í kvöld var það staðfest að Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story þann 4. október í Svíþjóð. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins!

Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar að vera í aðalbardaga kvöldsins en hann var síðast í næstsíðasta bardaga kvöldsins (e. co-main event). Þar sigraði hann Zak Cummings með hengingu í annarri lotu á frábæru bardagakvöldi í Dublin.

Rick Story er virkilega fær glímumaður með 17 sigra og átta töp. Hann hefur sýnt að hann er mjög höggþungur þó að flestir sigrar hans séu eftir dómaraákvörðun. Story er 29 ára gamall en gríðarlega reyndur og hefur barist 16 sinnum í UFC, þremur bardögum fleiri en Gunnar hefur barist á ferlinum.

Story er ánægður að fá bardagann. “Þetta er mjög spennandi bardagi. Þetta verður frábær bardagi þar sem Gunnar er glímumaður og sækir mikið. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en það. Um leið og ég vissi að ég myndi mæta honum fór ég að horfa á bardagana hans.”

“Ég hef barist í Þýskalandi en þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem til Stokkhólms, en það verður gaman að sjá borgina. Ég er staddur í Vancouver, Washington en held nú á leið til Arizona til The MMA Lab til að hefja undirbúninginn minn. Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga,” segir Rick Story en hann er einn af tveimur sem hafa sigrað veltivigtarmeistara UFC, Johny Hendricks.

Á morgun munum við birta ítarlega greiningu á Rick Story og fara yfir nokkra af hans bestu bardögum.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. Þetta verður klárlega töff bardagi hjá okkar manni en það sem Rick mun klárlega telja styrk sinn felast í að vera standandi og reina koma höggum á Gunnar er ég ekki svo hræddur um Gunnar hann hefur verið að bæta sig í strækinu verulega vörnin hefur verið að lagast hjá honum í hverjum bardaga ég bíst við að Bardagin muni enda í gólfinu og þar á engin eða fáir möguleika gegn gunna.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular