spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson meiddur – fer í aðgerð á næstu dögum

Gunnar Nelson meiddur – fer í aðgerð á næstu dögum

MMA Fréttir hefur heimildir fyrir því að Gunnar Nelson sé meiddur og hafi því miður þurft að draga sig úr bardaga sínum gegn Neil Magny í maí.

Gunnar Nelson átti að mæta Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí. Um stóran bardaga hefði verið að ræða fyrir Gunnar enda er Neil Magny á topp 10 styrkleikalistanum í veltivigtinni.

Undirbúningur Gunnars fyrir bardagann fór vel af stað og komu fjölmargir bardagamenn hingað til lands til að aðstoða hann. Í undirbúningnum fyrir bardagann hefur hann því miður meiðst og neyðist til að hætta við bardagann. Gunnar þarf að fara í aðgerð og þarf að taka sér nokkurra vikna hlé frá æfingum eftir aðgerðina. Reiknað er með að hann hefji æfingar aftur um mitt sumar ef allt gengur að óskum.

Þetta er í þriðja sinn sem Gunnar hefur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. Fyrsta tilvikið var fyrir bardaga gegn Mike Pyle árið 2013 og annað tilvikið fyrir bardaga hans gegn Dong Hyun Kim árið 2016.

Neil Magny er þar með án andstæðings fyrir Liverpool og spurning hvort hann fái nýjan andstæðing í Liverpool eða verði tekinn af bardagakvöldinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular