0

Bellator: Fedor rotaði Frank Mir eftir 48 sekúndur

Bellator 198 fór fram í gærkvöldi þar sem þeir Fedor Emelianenko og Frank Mir mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt þar sem flestir bardagarnir kláruðust í 1. lotu.

Gömlu kallarnir Fedor Emelianenko og Frank Mir mættust í gær en bardaginn var hluti af 1. umferð í útsláttarmóti Bellator í þungavigt. Bardaginn stóð ekki lengi yfir en Fedor rotaði Mir eftir 48 sekúndur í 1. lotu. Mir tókst samt að slá Fedor niður eftir aðeins nokkrar sekúndur og var þetta því fjörugur en stuttur bardagi.

Með sigrinum er Fedor kominn áfram í undanúrslit útsláttarmótsins og mætir þar Chael Sonnen. Sonnen sigraði Quinton ‘Rampage’ Jackson í fyrstu umferð fyrr á árinu en Sonnen mætti í búrið eftir sigur Fedor.

Á bardagakvöldinu voru sjö bardagar sem kláruðustu með uppgjafartaki og þar af sex í 1. lotu. Dillon Danis sigraði sinn fyrsta MMA bardaga með „toehold“ í 1. lotu. Hér að neðan má sjá allt það helsta frá bardagakvöldinu.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.