0

Bellator: Fedor rotaði Frank Mir eftir 48 sekúndur

Bellator 198 fór fram í gærkvöldi þar sem þeir Fedor Emelianenko og Frank Mir mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt þar sem flestir bardagarnir kláruðust í 1. lotu.

Gömlu kallarnir Fedor Emelianenko og Frank Mir mættust í gær en bardaginn var hluti af 1. umferð í útsláttarmóti Bellator í þungavigt. Bardaginn stóð ekki lengi yfir en Fedor rotaði Mir eftir 48 sekúndur í 1. lotu. Mir tókst samt að slá Fedor niður eftir aðeins nokkrar sekúndur og var þetta því fjörugur en stuttur bardagi.

Með sigrinum er Fedor kominn áfram í undanúrslit útsláttarmótsins og mætir þar Chael Sonnen. Sonnen sigraði Quinton ‘Rampage’ Jackson í fyrstu umferð fyrr á árinu en Sonnen mætti í búrið eftir sigur Fedor.

Á bardagakvöldinu voru sjö bardagar sem kláruðustu með uppgjafartaki og þar af sex í 1. lotu. Dillon Danis sigraði sinn fyrsta MMA bardaga með „toehold“ í 1. lotu. Hér að neðan má sjá allt það helsta frá bardagakvöldinu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.