spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson í The MMA Hour í gær

Gunnar Nelson í The MMA Hour í gær

Gunnar Nelson var í þættinum vinsæla The MMA Hour með Ariel Helwani í gær. Þar talaði Gunnar um bardaga sinn gegn Santiago Ponzinibbio, föðurhlutverkið og fleira.

The MMA Hour er vinsælasti viðtalsþátturinn í MMA í dag og fær Ariel Helwani haug af gestum í hverri viku. Meðal gesta í gær voru þau Joanna Jedrzejczyk (strávigtarmeistari UFC), Justin Gaethje, Chael Sonnen, Gegard Mousasi, Valentina Shevchenko, Dillon Danis, Jesse Taylor og auðvitað Gunnar.

Gunnar talaði um föðurhlutverkið en sonur hans, Stígur Týr, er þriggja ára gamall og segir Gunnar að hann vilji glíma við alla.

Gunnar mætir auðvitað Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Gunnar viðurkennir að það hefði verið gaman að fá topp 10 andstæðing en segir það ekki skipta miklu máli. Svona sé þetta bara en allt eru þetta erfiðir andstæðingar og hluti af hans ferðalagi.

Þá segist Gunnar vera breyttur bardagamaður í dag. Hann les aðstæður betur og tekur sér sinn tíma í stað þess að flýta sér að klára bardagann. Honum finnst það ekki hjálpa sér að horfa mikið á myndefni af andstæðingnum fyrirfram og vill átta sig á honum í búrinu.

Það kom Gunnari nokkuð á óvart að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather skyldi hafa verið settur saman. Í fyrstu taldi hann þetta vera ekkert nema fjölmiðlafár en Gunnar hefur auðvitað trú á að æfingarfélagi og vinur, Conor McGregor, fari með sigur af hólmi gegn Floyd.

Aðspurður um komandi titilbardaga í veltivigtinni á milli Demian Maia og Tyron Woodley segist Gunnar vonast eftir sigri hjá Maia. Gunnar vill fá annað tækifæri gegn Maia enda fór bardagi þeirra ekki á þann hátt sem Gunnar vonaðist eftir.

Viðtalið við Gunnar má sjá í spilaranum hér að ofan en Gunnar byrjar eftir 2:30:00.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular