Gunnar Nelson mun vera með nýtt inngöngulag á morgun. Gunnar er vanur að ganga í búrið undir tónum Hjálma en á morgun munum við heyra nýtt lag.
Gunnar hefur notað lagið Leiðin okkar allra með Hjálmum síðan árið 2012. Lagið hefur að vissu leyti verið þekkt sem „Gunnar Nelson lagið“ en nú munum við heyra nýtt lag.
Á morgun mun Gunnar ganga í búrið við lagið Way Down We Go með Kaleo. Gunnar mun því halda sig við íslenska tónlist sem er alltaf gaman að sjá.
Gunnar mætir Albert Tumenov á morgun í hættulegum bardaga. Nánar má lesa um Albert Tumenov og hans styrkleika og veikleika hér.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 286 - March 18, 2023