Í síðustu viku staðfesti UFC bardaga milli Matt Brown og Nate Diaz á UFC 189. Ef marka má nýjustu Twitter færslu Brown er bardaginn af borðinu.
Skömmu eftir að UFC staðfesti bardagann sagðist Diaz aldrei hafa staðfest bardagann. „Það var rætt um Brown bardagann en samningaviðræður áttu að klárast næsta mánudag (í síðustu viku). Skyndilega staðfesti UFC bardagann. Ég sagði aldrei ‘ok’ um bardagann, engar samningaviðræður áttu sér stað en allt í einu voru allir að tala um bardagann,“ sagði Diaz í viðtali við The MMA Hour síðasta mánudag.
Matt Brown birti í síðustu viku mynd af undirrituðum samningi þess efnis að hann og Diaz myndu mætast á UFC 189. Allt lítur út fyrir að hætt hafi verið við bardagann ef marka má nýjustu færslu Brown á Twitter.
Fight against @NateDiaz209 isn’t happening. I’ll update you guys soon as I get the word on opponent/date/ thanks for the support as always!
— Matt Brown (@IamTheImmortal) April 15, 2015
Þetta eru leiðinlegar fréttir enda voru margir spenntir fyrir þessum bardaga. Vonandi mun Matt Brown fá nýjan andstæðing á UFC 189.