Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaBarao vs. Dillashaw 2, Pettis vs. Jury og Tate vs. Eye á...

Barao vs. Dillashaw 2, Pettis vs. Jury og Tate vs. Eye á UFC on Fox 16

Barao-and-TJ-DillashawUFC tilkynnti í gær þrjá áhugaverða bardaga fyrir UFC on Fox 16 bardagakvöldið sem fram fer þann 25. júlí. Barist verður um titilinn í bantamvigt og léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis snýr aftur.

Renan Barao og TJ Dillashaw verða í aðalbardaga kvöldsins en þetta er í þriðja sinn sem UFC setur þennan seinni bardaga þeirra saman. Dillashaw tók titilinn af Barao í maí í fyrra og átti fyrsta titilvörn hans að vera gegn Barao í ágúst í fyrra. Barao lenti hins vegar í erfiðleikum með niðurskurðinn, eins og frægt er orðið, og var Joe Soto fenginn í hans stað með aðeins sólarhrings fyrirvara. Barao sigraði Mitch Gagnon í desember og fékk aftur titilbardaga. Bardaginn átti að fara fram á UFC 186 nú í apríl en í þetta sinn dró Dillashaw sig úr bardaganum vegna meiðsla. Vonandi haldast kapparnir heilir í þetta sinn.

Endurkoma Anthony Pettis mun taka skemmri tíma en búist var við. Fyrstu fregnir hermdu að Pettis hefði brotið augntóftina í tapinu gegn Rafael dos Anjos og þyrfti aðgerð. Miðað við að Pettis sé strax kominn með bardaga í júlí hafa meiðslin verið skárri en fyrst var talið. Myles Jury fékk sitt fyrsta tap á ferlinum er hann mætti Donald Cerrone á UFC 182 í janúar. Það er ekki auðvelt verkefni í vændum fyrir Jury.

Þriðji bardaginn sem staðfestur var í gær er mikilvægur bardagi í bantamvigt kvenna milli Miesha Tate og Jessica Eye. Sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá titilbardaga gegn Ronda Rousey en Tate hefur tapað fyrir henni tvívegis.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular