UFC tilkynnti í gær þrjá áhugaverða bardaga fyrir UFC on Fox 16 bardagakvöldið sem fram fer þann 25. júlí. Barist verður um titilinn í bantamvigt og léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis snýr aftur.
Renan Barao og TJ Dillashaw verða í aðalbardaga kvöldsins en þetta er í þriðja sinn sem UFC setur þennan seinni bardaga þeirra saman. Dillashaw tók titilinn af Barao í maí í fyrra og átti fyrsta titilvörn hans að vera gegn Barao í ágúst í fyrra. Barao lenti hins vegar í erfiðleikum með niðurskurðinn, eins og frægt er orðið, og var Joe Soto fenginn í hans stað með aðeins sólarhrings fyrirvara. Barao sigraði Mitch Gagnon í desember og fékk aftur titilbardaga. Bardaginn átti að fara fram á UFC 186 nú í apríl en í þetta sinn dró Dillashaw sig úr bardaganum vegna meiðsla. Vonandi haldast kapparnir heilir í þetta sinn.
Endurkoma Anthony Pettis mun taka skemmri tíma en búist var við. Fyrstu fregnir hermdu að Pettis hefði brotið augntóftina í tapinu gegn Rafael dos Anjos og þyrfti aðgerð. Miðað við að Pettis sé strax kominn með bardaga í júlí hafa meiðslin verið skárri en fyrst var talið. Myles Jury fékk sitt fyrsta tap á ferlinum er hann mætti Donald Cerrone á UFC 182 í janúar. Það er ekki auðvelt verkefni í vændum fyrir Jury.
Þriðji bardaginn sem staðfestur var í gær er mikilvægur bardagi í bantamvigt kvenna milli Miesha Tate og Jessica Eye. Sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá titilbardaga gegn Ronda Rousey en Tate hefur tapað fyrir henni tvívegis.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Myndband: Daniel Comier tekur áhugavert viðtal við Alexander Gustafsson - April 19, 2018
- Gunnar Nelson upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista - April 19, 2018
- Neil Magny um bardagann gegn Gunnari: Stór prófraun fyrir mig - April 18, 2018