Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaHætt við Matt Brown gegn Nate Diaz á UFC 189?

Hætt við Matt Brown gegn Nate Diaz á UFC 189?

diaz brownÍ síðustu viku staðfesti UFC bardaga milli Matt Brown og Nate Diaz á UFC 189. Ef marka má nýjustu Twitter færslu Brown er bardaginn af borðinu.

Skömmu eftir að UFC staðfesti bardagann sagðist Diaz aldrei hafa staðfest bardagann. „Það var rætt um Brown bardagann en samningaviðræður áttu að klárast næsta mánudag (í síðustu viku). Skyndilega staðfesti UFC bardagann. Ég sagði aldrei ‘ok’ um bardagann, engar samningaviðræður áttu sér stað en allt í einu voru allir að tala um bardagann,“ sagði Diaz í viðtali við The MMA Hour síðasta mánudag.

Matt Brown birti í síðustu viku mynd af undirrituðum samningi þess efnis að hann og Diaz myndu mætast á UFC 189. Allt lítur út fyrir að hætt hafi verið við bardagann ef marka má nýjustu færslu Brown á Twitter.

Þetta eru leiðinlegar fréttir enda voru margir spenntir fyrir þessum bardaga. Vonandi mun Matt Brown fá nýjan andstæðing á UFC 189.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular