Ungstyrnið frá Reykajvík MMA, Hákon Örn Arnórsson, mun halda út til Svíþjóðar til að berjast á FCR bardagakvöldi 24. Febrúar.
FCR (Fight Club Rush) er stærsti MMA viðburður í skandinavíu og er haldin í Stokkhólmi. Miðar á viðburðinn eru komnir til sölu, en það verður einnig hægt kaupa aðgang að bardaganum hans Hákons í gegnum streymi ásamt öðrum prelims bardögum. Aðalbardagar kvöldsins eru sýndir á UFC Fight Pass.
Hákon kemur til með að mæta heimamanninum Randy Fungula (instagram: @randyisking). Randy er skráður inn á Tapology með 0-1 record en er í raun og veru mun reynslu meiri bardagakappi en það! Samkvæmt sænskum heimildum er Randy líklega 3-3 og eru þar af 5 bardagar óskráðir.
Hákon Örn er sjálfur 1-1 og sigraði hann Jack Stevenson á Caged Steel 30 í síðasta bardaganum sínum. Það var í mars 2022, en Hákon hefur þurft að sætta sig við eins árs fjarveru frá búrinu. Undirbúningurinn er núna í fullum gangi og verður spennandi að sjá hungraðan Hákon mæta til leiks í febrúar.
Miðasala á FCR 19: https://www.ticketmaster.se/event/fcr19-fight-club-rush-19-biljetter/650143