spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHalldór Logi keppir á Polaris í London sömu helgi og Gunnar Nelson...

Halldór Logi keppir á Polaris í London sömu helgi og Gunnar Nelson mætir Leon Edwards

Halldór Logi Valsson keppir á Polaris 9 í London þann 15. mars. Halldór mætir þá Matty Holmes í 10 mínútna uppgjafarglímu.

Það verður nóg að gera í London í mars. Þann 16. mars keppir Gunnar Nelson við Leon Edwards á UFC bardagakvöldinu í London en daginn fyrir mun Halldór Logi keppa á Polaris.

Polaris er stærsta glímumót Evrópu en á Polaris er spennandi glímum raðað saman þar sem sterkir keppendur í glímuheiminum etja kappi. Á hverju kvöldi eru um 12-14 spennandi glímur á dagskrá en sterkir glímumenn á borð við Jake Shields, Garry Tonon, Keenan Cornelius, Craig Jones, Ben Henderson, Gilbert Burns, Dillon Danis, Rousimar Palhares, Dean Lister og fleiri hafa keppt á mótinu. Halldór mun keppa í nogi glímu (án galla) en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu undir Gunnari Nelson.

Mótið fer fram í Indigo salnum í O2 höllinni í London. Eins og áður segir fer viðburðurinn fram daginn fyrir bardaga Gunnars í London og ættu því Íslendingar sem ætla á bardaga Gunnars að geta fjölmennt á kvöldið. Þeir sem mæta í vigtunina fyrir bardaga Gunnars ættu því að geta mætt á Polaris án þess að fara út fyrir hússins dyr.

Miðasala á kvöldið hófst í febrúar og hægt að nálgast miða hér á glímukvöldið. Þá verður glímukvöldið sýnt beint á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular