spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHalldór Logi með tvenn verðlan á Rome Open

Halldór Logi með tvenn verðlan á Rome Open

Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson átti góðan dag á Rome Open í gær í brasilísku jiu-jitsu.

Halldór Logi keppti í gær á Rome Open í galla. Halldór keppti í +100 kg flokki brúnbeltinga og fékk brons eftir að hafa tapað fyrstu glímunni sinni en fjórir keppendur voru skráðir í flokkinn. Halldór var ekki sáttur með frammistöðuna sína en skráði sig í opna flokkinn.

Þar náði hann heldur betur góðum árangri og komst alla leið í úrslit. Í undanúrslitum mætti hann sigurvegaranum úr -100 kg flokki og vann eftir „triangle“ hengingu. Í úrslitunum mætti hann sterkum andstæðingi og þurfti að lúta í lægra haldi. Að sögn Halldórs var þetta erfiðasti andstæðingur sem hann hefur mætt hingað til. Frábær árangur hjá Halldóri að ná 2. sætinu í opnum flokki brúnbeltinga.

Í dag fór svo Evrópumeistaramótið í nogi fram í Róm og ætlaði Halldór einnig að keppa á því. Því miður meiddist Halldór á hnénu í gær og gat hann því ekki keppt í dag eins og til stóð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular