spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHalldór Logi og Kristján með sigra á Írlandi

Halldór Logi og Kristján með sigra á Írlandi

Þrír Íslendingar kepptu á Samurai Grappling á Írlandi í kvöld með frábærum árangri.

Halldór Logi Valsson, Kristján Helgi Hafliðason og Jeremy Aclipen úr Mjölni kepptu allir á Samurai Grappling Invitational fyrr í kvöld. Jeremy var fyrstur en hann keppti ofurglímu við Kon Fennelly í blábeltingaflokki. Jeremy tapaði eftir dómaraákvörðun en Fennelly náði bakinu á Jeremy um tíma sem innsiglaði sigurinn fyrir Fennelly.

Kristján Helgi keppti 9 mínútna ofurglímu við svartbeltinginn Guilherme Toto í galla. Kristján kláraði Toto með armlás eftir tæpar tvær mínútur.

Halldór Logi Valsson keppti í 8-manna Elite Nogi +80 kg flokki. Flokkurinn var skipaður svörtum og brúnum beltum í jiu-jitsu en Halldór er svart belti. Halldór vann fyrstu glímuna sína eftir dómaraákvörðun. Í undanúrslitum vann hann eftir „heel hook“ fótalás og svo úrslitaglímuna með beinum fótalás, „achilles“. Frábær árangur hjá Halldóri í sterkum flokki!

Strákarnir geta verið vel sáttir með árangurinn í dag á sterku móti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular