Þrír Íslendingar kepptu á Samurai Grappling á Írlandi í kvöld með frábærum árangri.
Halldór Logi Valsson, Kristján Helgi Hafliðason og Jeremy Aclipen úr Mjölni kepptu allir á Samurai Grappling Invitational fyrr í kvöld. Jeremy var fyrstur en hann keppti ofurglímu við Kon Fennelly í blábeltingaflokki. Jeremy tapaði eftir dómaraákvörðun en Fennelly náði bakinu á Jeremy um tíma sem innsiglaði sigurinn fyrir Fennelly.
Kristján Helgi keppti 9 mínútna ofurglímu við svartbeltinginn Guilherme Toto í galla. Kristján kláraði Toto með armlás eftir tæpar tvær mínútur.
Halldór Logi Valsson keppti í 8-manna Elite Nogi +80 kg flokki. Flokkurinn var skipaður svörtum og brúnum beltum í jiu-jitsu en Halldór er svart belti. Halldór vann fyrstu glímuna sína eftir dómaraákvörðun. Í undanúrslitum vann hann eftir „heel hook“ fótalás og svo úrslitaglímuna með beinum fótalás, „achilles“. Frábær árangur hjá Halldóri í sterkum flokki!
Strákarnir geta verið vel sáttir með árangurinn í dag á sterku móti.