Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVenet með sigur eftir klofna dómaraákvörðun

Venet með sigur eftir klofna dómaraákvörðun

Venet Banushi var rétt í þessu að vinna bardaga sinn í Birmingham. Venet sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga.

Tveir Íslendingar börðust á Golden Ticket bardagakvöldinu í Birmingham í kvöld. Sigursteinn Óli sigraði sinn bardaga fyrr í kvöld eftir dómaraákvörðun og var Venet næstur inn. Venet mætti CJ Ward í léttvigt en þetta var fyrsti bardagi beggja.

Bardaginn fór fram standandi nánast allan tímann. Venet var hreyfanlegur og notaði stunguna afar vel. Í 2. lotu náði Ward fellu og nokkrum höggum í gólfinu sem skilaði honum sennilega þá lotu. Í þriðju lotu var stungan að hitta enn betur og hélt Venet bardaganum standandi allan tímann. Venet hefði getað farið í gólfið með honum þegar Ward féll á bakið en ákvað að halda þessu standandi. Venet tók 3. lotuna og var því mikil spenna áður en dómaraákvörðunin var lesin upp.

Eftir þrjár jafnar lotur sigraði Venet eftir klofna dómaraákvörðun. Mjölnisstrákarnir Venet og Sigursteinn fara því heim eftir vel heppnaða frumraun í búrinu en báðir eru 1-0 sem áhugamenn í MMA.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular