Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeForsíðaSigursteinn með sigur eftir dómaraákvörðun

Sigursteinn með sigur eftir dómaraákvörðun

Sigursteinn Óli Ingólfsson vann sinn fyrsta MMA bardaga fyrr í kvöld. Sigursteinn vann eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga.

Tveir Íslendingar berjast á Golden Ticket bardagakvöldinu í Birmingham í kvöld. Sigursteinn Óli úr Mjölni var í fyrsta bardaga kvöldsins og mætti hann Michael Jones (2-0 fyrir bardagann) í 61 kg bantamvigt. Jones kom inn í bardagann með tveggja daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Sigursteins meiddist.

Jones byrjaði á að sparka Sigurstein niður með lágsparki. Sigursteinn „clinchaði“ við Jones og át eitt högg í leiðinni en kom Jones upp við búrið. Þar náði hann fellu og tókst að stjórna Jones lengi í gólfinu án þess að gera mikinn skaða. Jones komst upp en aftur náði Sigursteinn honum niður.

Í 2. lotu náði Sigursteinn að ógna aðeins meira standandi áður en hann náði fellunni. Jones reyndi „guillotine“ hengingu en Sigursteinn var ekki í hættu. Sigursteinn náði að komast í „side-control“ en í lok lotunnar náði Jones að sópa honum yfir sig.

Í 3. lotu náði Sigursteinn að grípa lágspark og náði enn einni fellunni. Sigursteinn reyndi að komast í „mount“ en missti topp stöðuna og komst Jones upp. Jones náði síðan nokkrum lágspörkum í Sigurstein áður en bardaginn kláraðist.

Jones náði fleiri höggum inn en Sigursteinn var með betri stjórn á bardaganum og náði fellum í öllum lotunum. Sigursteinn sigraði því eftir dómaraákvörðun í sínum fyrsta MMA bardaga. Venet Banushi berst síðar í kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular