Wednesday, April 24, 2024
HomeForsíðaHalldór Logi: Þetta verður stríð

Halldór Logi: Þetta verður stríð

Halldór Logi Valsson keppir á Polaris 9 í London á föstudaginn en mótið er eitt stærsta glímumót heims. Halldór segir að mótið sé það stærsta sem hann hefur keppt á og að hann hafi aldrei verið í betra formi.

Halldór Logi er einn fremsti glímukappi landsins og hefur verið duglegur að keppa undanfarið. Polaris er mjög þekkt mót og sum af stærstu nöfnin í glímuheiminum hafa keppt þar. Á mótinu hafa stór nöfn keppt eins og Jake Shields, Garry Tonon, Keenan Cornelius, Craig Jones, Ben Henderson, Gilbert Burns, Dillon Danis, Rousimar Palhares, Dean Lister. En hvernig tækifæri er þetta fyrir Halldór?

„Ég hef verið að keppa mikið undanfarið og farið út á svona tveggja mánaða fresti en flest hafa það verið opin mót. Þetta mót er invitational og án efa það stærsta sem ég hef keppt á til þessa. Þetta er flottur stökkpallur fyrir mig og ég stefni á að komast inn á fleiri svona mót í náinni framtíð. Mér þykir miklu skemmtilegra að keppa á sub-only mótum og ég held að þau mót henti mínum stíl líka betur. Stöðurnar sem ég sæki mikið í eru ekkert endilega þær bestu fyrir stigaglímur en á mótum sem þessu get ég bara farið inn og reynt að klára glímuna og þarf ekki að spá of mikið í hvaða stöðum við endum í,“ segir Halldór.

Glíman fer fram í 86 kg flokki en Halldór er stór og hraustur strákur. Hann tók mataræðið vel í gegn í byrjun árs og telur að niðurskurðurinn verði ekki mikið mál.

„Þegar ég samþykkti glímuna í janúar á þessu ári var ég í kringum 95 kg. Ég ákvað það strax að ég myndi gera þetta rétt og tók mataræðið bara í gegn; byrjaði að borða miklu meira clean og í dag er ég í kringum 87-88 kg. Síðustu droparnir verða auðveldir og ég hef engar áhyggjur af vigtinni. Ég finn það líka bara hvað ég er orkumikill á æfingum og hef verið að taka styrktar- og þrekþjálfunina mjög alvarlega undir leiðsögn Ingu Birnu. Ég er núna að taka margar 10 mínútna lotur í röð og finn lítið fyrir því.“

Upprunalega átti Halldór Logi að mæta Matty Holmes en fyrir tveimur vikum þurfti hann að draga sig frá vegna hnémeiðsla. Halldór viðurkennir að það hafi verið óþægilega tæpt þar sem oftast er erfitt að redda andstæðingi með slíkum fyrirvara. Sem betur fer stökk Frederic Vosgrone inn með skömmum fyrirvara. Þeir Halldór og Vosgrone eru hvor öðrum ekki ókunnir en þeir hafa oft æft saman í gegnum tíðina. Hann telur það ekki vera ókost að þekkja andstæðinginn.

„Já, ég þekki hann mjög vel og við höfum oft æft saman, alveg frá árinu 2012. Hann hefur sótt æfingabúðir hjá BJJ Globetrotters líkt og ég og þar höfum við oft glímt við hvorn annan. Þegar ég frétti fyrst að hann hefði samþykkt glímuna fannst mér það frekar óþægilegt, svona eins og þetta yrði allt meira raunverulegt. En síðan er það alltaf þannig hér heima, maður glímir nánast aldrei á móti gegn einhverjum sem maður þekkir ekki. Hann er bara einhver sem stendur í vegi fyrir mér og ég þarf bara að klára hann. Þetta verður stríð.“

Halldór Logi stendur í ströngu næstu helgi en auk þess að keppa á Polaris 9 á föstudagskvöldinu tekur hann þátt í SubOver 80 sem er 16-manna útsláttarkeppni í Dublin á laugardagskvöldinu. Polaris fer fram í London í O2 höllinni, sömu höll og Gunnar Nelson keppir í á laugardaginn. En hvernig spáir Halldór Logi að bardagi Gunnars Nelson fari á laugardagskvöldið?

„Ég held að Gunni roti hann. Það vanmeta allir Gunna standandi og ég held að hann nýti sér það og roti Edwards í 2. lotu“

Við hvetjum alla Íslendinga sem eru í London um helgina að kíkja á Polaris og styðja við bakið á Halldóri. Miðasala fer fram hér en einnig verður hægt að horfa á mótið á UFC Fight Pass. Halldór er í 5. glímu kvöldsins.

 

View this post on Instagram

 

THE POLARIS 9 FIGHT CARD!⁣ Here is your full main card.⁣ Jake Shields vs Rafael Lovato JR⁣ Ffion Davies vs Gezary Matuda⁣ Ross Nicholls vs Vagner Rocha⁣ Tom Halpin vs Ethan Crelinsten⁣ Darragh O’Connaill vs Mike Perez⁣ Santeri Lilius vs Eduardo Teta Rios⁣ ⁣ Prelims⁣ Tommy Langaker vs Sebastian Brosche⁣ Eoghan O’Flanagan vs Tarik Hopstock⁣ Ed Ingamells vs Ash Amos⁣ Fred Vosgrone vs Halldor Logi Valsson⁣ Jamie Hughes vs Arya Esfandmaz⁣ Nobuhiro Sawada vs Pedro Dias⁣ ⁣ Marcus Phelan vs Chris Newman⁣ Jack Tyley vs Tom Caughey⁣ ⁣ Tickets available via the link in our bio⁣ ⁣ Ticket Update:⁣ Balcony 2 is almost sold out. Balcony 1 and 3 are still available and perfect for group bookings. Kings Row (VIP with special access to bar and after party) tickets are very limited. Plenty of standing tickets still available.⁣ ⁣ Polaris 9 is sponsored by:⁣ @scramblebrandofficial⁣ @tatamifightwear⁣ @bearfootjj⁣ @lawyerlondon⁣ @canavapecbd⁣ @realmybookie⁣ @bitcoin.com_official⁣ @vitagoods⁣ @made4fightersuk⁣ ⁣

A post shared by Polaris Professional Jiu Jitsu (@polaris_professional) on

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular