spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHaraldur Nelson: Kemur ekki á óvart

Haraldur Nelson: Kemur ekki á óvart

Eins og við greindum frá í gærkvöldi mun tap Gunnars Nelson gegn Santiago Ponzinibbio standa. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, var vonsvikinn með þá niðurstöðu UFC.

Gunnar Nelson tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio eftir rothögg í 1. lotu í Skotlandi í júlí. Nokkrum sinnum var potað í augu Gunnars í bardaganum og átti hann erfitt með að sjá áður en hann var rotaður. Gunnar og hans lið kærðu úrslit bardagans og vildu að sigur Ponzinibbio yrði dæmdur ógildur.

Ákvörðun UFC lá loks fyrir í gær þar sem kom fram að úrslit bardagans munu standa. UFC og íþróttasamböndin breyta nánast aldrei úrslitum bardaga eftir á (nema þegar um lyfjamisferli er að ræða) og kom þessi niðurstaða því Haraldi ekki á óvart.

„Þetta kemur mér svo sem ekki á óvart en ég var að vona að UFC myndi bregðast við þessu og taka á málinu af föstum tökum. Því miður gerðu þeir það ekki og það eru vonbrigði. En kannski vonbrigði sem maður átti von á,“ segir Haraldur.

Pot í augu sjást ítrekað í UFC en yfirleitt sleppa menn með eina viðvörun og fá engin refsistig. Í nýju reglunum sem tóku í gildi í ársbyrjun 2017 átti að taka harðar á augnpotum og eru dómarar duglegri við að vara menn við að vera með lófann opinn. Það virðist þó vera eina breytingin.

John Kavanagh sagði í The MMA Hour í ágúst að UFC myndi senda sterk skilaboð með sinni ákvörðun. Með því að aðhafast ekkert í málinu er UFC að senda viss skilaboð. „Ég fæ ekki betur séð en það sé akkúrat málið. Ef þú kemst upp með það í búrinu þá er ekkert gert í málinu. Mjög dapurlegt,“ segir Haraldur.

UFC telur sig ekki geta breytt úrslitum bardaga eftir á þrátt fyrir að augljós brot áttu sér stað. „Þeir [UFC] mótmæla ekki að brotið hafi verið Gunnari heldur telja sig ekki geta breytt úrslitum eftir á út frá þessu. Kannski ekki ósvipað og í ýmsum öðrum íþróttum. Að mínu mati var hins vegar þarna um að ræða svo gróft brot sem dómarinn hefði átt að sjá að þeir hefðu átt að taka á málinu.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular