0

B-sýni Jon Jones líka jákvætt

B-sýni Jon Jones innihélt einnig sterann Turinabol eins og A-sýnið. Það er því enginn vafi á að Jon Jones féll á lyfjaprófi.

ESPN greinir frá þessu en afar sjaldgæft er að B-sýni sýni eitthvað annað en A-sýnið gerði. Nú þegar niðurstaða sýnanna er á hreinu hefst málaferli hans hjá USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC). Ekki er vitað hversu langan tíma það mun taka en UFC hefur ekki enn svipt Jones titlinum. Jones mun einnig fara fyrir CSAC (California State Athletic Commission) þann 17. október en það gæti breyst. Úrslitum bardagans verður að öllum líkindum breytt og verður sigurinn dæmdur ógildur (e. no contest).

Bardaginn fór fram í Kaliforníu og því hefur CSAC dómsvald í málinu. CSAC og USADA munu að öllum líkindum kveða upp sams konar úrskurð.

Lyfjaprófið sem Jones féll á var tekið daginn fyrir bardagann gegn Daniel Cormier á UFC 214 í júlí. Anabólíski sterinn Turinabol fannst í lyfjaprófinu en Jones hafði staðist tvö önnur óvænt lyfjapróf nokkrum vikum fyrir bardagann. Jon Jones og hans lið heldur því fram að efnið hafi komið úr fæðubótarefnum sem hann tók en samkvæmt umboðsmanni Jones eru þeir að vinna í því að finna hvaðan hvaðan efnið kom.

Þetta er í annað sinn sem Jones fellur á lyfjaprófi og gæti hann fengið allt að fjögurra ára bann.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.