spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHeimildarmyndin Fighting for a Generation: 20 Years of the UFC

Heimildarmyndin Fighting for a Generation: 20 Years of the UFC

Í tilefni af 20 ára afmæli UFC var gerð þessi vandaða heimildarmynd sem rekur sögu sambandsins frá fæðingu. Tekin eru viðtöl við alla helstu aðila sem tengst hafa UFC, upphaflega eigendur, núverandi eigendur, starfsmenn eins og Joe Rogan, Mike Goldberg, Kenny Florian, Chael Sonnen og Ariel Helwani. Það er mjög áhugavert að heyra þessa sögu og hvernig blandaðar bardagalistir þróuðust úr því að vera tilraun í það að vera ört vaxandi íþrótt á heimsmælikvarða.

Upphaflega hugmyndin var alltaf, hvað myndi gerast ef júdó kappi myndi mæta karate bardagamanni í bardaga? Eða hvað myndi gerast ef boxari og glímukappi myndu berjast? UFC 1 gekk út á að svara þessari spurningu en tilraunin sló í gegn og vakti mikla athygli, bæði jákvæða og neikvæða. Fyrir þá tvo sem ekki vita var svarið í raun jiu jitsu en Royce Gracie vann UFC 1, 2 og 4. Hann tók reyndar líka þátt í UFC 3 en var örmagna eftir að hafa sigrað Kimo og varð að hætta.

RoyceGracieUFCBrazil

Í myndinni er farið yfir hvernig almenningur og fréttamiðlar fjölluðu um sambandið. Í stuttu máli þóttu þessir bardagar allt of ofbeldisfullir og grófir. Upphaflegu eigendurnir nýttu sér þetta viðhorf og notuðu það til að vekja á sér athygli. Þeir auglýstu stoltir að það væru engar reglur og svo framvegis sem olli þeim svo vandræðum síðar þegar tilraunin þróaðist út í eitthvað meira. Almenningsálitið var mótað og það var mjög erfitt að snúa því við.

Þegar eigendur UFC (SEG) voru við það að gefast upp fékk Dana White þá frábæru hugmynd að láta vini sína Lorenzo og Frank Fertitta kaupa UFC á $2 milljónir sem og þeir gerðu. Eftir að hafa blætt um $40 milljónum í fyrirtækið varð ekki viðsnúningur fyrr en The Ultimate Fighter kom til sögunnar. Nokkrir lykil bardagamenn eins og Chuck Liddell, Brock Lesnar, George St. Pierre og Anderson Silva hafa svo hjálpað vextinum. Í dag eru blandaðar bardagalistir enn umdeildar en þó langt frá því sem áður var. Meira að segja öldungardeildarþingmaðurinn John McCain, sem hefur verið á móti MMA, virðist vera búinn að skipta um skoðun þar sem komið er upp strangt regluverk og eftirlit með íþróttinni.

Brock_Lesnar

Þetta er einstök og heillandi saga. Það er talsvert mikið sem hefði getið gert það að verkum að þessi íþrótt væri ekki til í dag en örlögin gripu inn í. Royce Gracie sló í gegn, B.J. Penn sýndi fólki nýja kynslóð af bardagamönnum, Forrest Griffin og Stephan Bonner háðu stíð, Brock Lesnar kom úr WWE og varð MMA þungavigtarmeistari og Anderson Silva sparkaði í andlitið á Vitor Belfort með tilþrifum.

Það er hægt að sjá alla myndina á youtube, fyrsti hlutinn er hér:

Leikstjórar: Adam Condal & Adam Goldberg

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular