Það var staðfest fyrr í vikunni að Mjölnir mun flytja í gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni. Við ákváðum því að kíkja við og fá að skoða nýja heimilið.
Samningar voru undirritaðir í vikunni og er áætlað að fyrstu æfingar hefjist um áramótin. Húsnæðið er umtalsvert stærra en núverandi húsnæði á Seljavegi 2. Í Öskjuhlíðinni verða m.a. sex æfingasalir, krá, rakarastofa og verslun.
Við hittum á Jón Viðar Arnþórsson, forseta Mjölnis, sem sýndi okkur bardagahöllina.