spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHenry Cejudo meiddur og getur ekki mætt Sergio Pettis á laugardaginn

Henry Cejudo meiddur og getur ekki mætt Sergio Pettis á laugardaginn

Henry Cejudo hefur neyðst til að draga sig úr bardaganum gegn Sergio Pettis á laugardaginn. Cejudo glímir við handarmeiðsli og er ófær um að keppa.

Bardaginn átti að vera fyrsti bardaginn á aðalhluta UFC 211. Bardaginn átti að fara fram í fluguvigt og hefði Sergio Pettis hugsanlega getað fengið titilbardaga með sigri. Þetta er því mikið áfall fyrir hann en hann fær borgað fyrir að mæta.

Á vef MMA Fighting kemur fram að Cejudo hafi meiðst á hönd fyrir tveimur vikum síðan og verið ófær um að nota höndina síðan þá. Cejudo prófaði höndina fyrr í vikunni en gat ekki kýlt og mat sérstakur handasérfræðingur sem svo að það væri brjálæði af Cejudo að berjast.

Eins og áður segir átti þetta að vera fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins. Bardagi Krysztof Jotko og Dave Branch í millivigt verður þess í stað á aðalhluta bardagakvöldsins.

UFC 211 fer fram á laugardaginn en bardagakvöldið fer fram í Dallas og verða tveir titilbardagar á dagskrá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular