0

Stöð 2 Sport með sérstakan upphitunarþátt fyrir stóru bardagakvöldin

Stöð 2 Sport verður með sérstakan upphitunarþátt fyrir stóru UFC kvöldin á næstu misserum. Þátturinn kallast Búrið en í þættinum í kvöld verður hitað upp fyrir UFC 211.

Í Búrinu verður hitað upp fyrir stóru UFC kvöldin og farið yfir helstu bardaga kvöldsins. Henry Birgir Gunnarsson stjórnar þættinum en ritstjóri MMA Frétta, Pétur Marinó Jónsson, verður álitsgjafi í þættinum.

Þriðji maðurinn í settinu verður mismunandi eftir þáttum en í kvöld verður Gunnar Nelson gestur þáttarins. Gunnar veitir sína innsýn á bardagana og þá sérstaklega á bardaga Demian Maia og Jorge Masvidal sem fer fram á kvöldinu.

Búrið verður sýnt kl 21:10 á Stöð 2 Sport í kvöld, kl 21:45 annað kvöld á Sport 2 og kl 23:50 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport. UFC 211 fer svo fram á laugardagskvöldið en bein útsending hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply