spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHM 2017: Björn Lúkas mætir Nýsjálendingi á morgun

HM 2017: Björn Lúkas mætir Nýsjálendingi á morgun

Eftir glæsilegan sigur í dag er Björn Lúkas Haraldsson kominn í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Hann berst því sinn þriðja bardaga á jafnmörgum dögum á morgun.

Björn Lúkas Haraldsson hefur klárað báða bardaga sína á HM í 1. lotu. Í gær kláraði hann Spánverjann Ian Kuchler með armlás en í dag sigraði hann Írann Fionn Healy-Magwa með tæknilegu rothöggi eftir háspark. Björn Lúkas hefur því samtals verið í búrinu í þrjár mínútur og 40 sekúndur í tveimur bardögum.

Á morgun fara 8-manna úrslit fram og þar mætir Björn Lúkas Ný-Sjálendingi að nafni Stacy Waikato. Waikato er 5-1 eftir daginn í dag á meðan Björn Lúkas er 4-0. Waikato byrjaði á að vinna JT Botha frá Suður-Afríku með uppgjafartaki í 3. lotu. Í dag vann hann svo Heytham Rabhi eftir dómaraákvörðun. Waikato hefur því þurft að dvelja lengri tíma í búrinu á fyrstu dögum Heimsmeistaramótsins heldur en Björn og er því hugsanlega þreyttari eftir tvo bardaga á tveimur dögum.

Þriðji dagur mótsins fer fram á morgun en nú eru einungis átta bardagamenn eftir af þeim 29 sem hófu leik í millivigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular