0

HM 2017: Björn Lúkas tapaði eftir dómaraákvörðun

Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og tók hann gullið.

Úrslitabardagar Heimsmeistaramótins fóru fram í dag en mótið hófst á mánudaginn. Björn fór hamförum í vikunni og kláraði fjóra bardaga á fjórum dögum, alla í fyrstu lotu!

Keppendur fengu frídag í gær og fóru úrslitin fram í dag í öllum flokkum. Svíinn byrjaði á að taka Björn Lúkas niður snemma í bardaganum en Björn fór strax að sækja í uppgjafartök. Björn hafði sigrað þrjá bardaga í vikunni með armlás af bakinu og reyndi ítrekað að ná Svíanum í lásinn. Björn Lúkas var ekki langt frá því strax á fyrstu mínútu bardagans og virtist vera hársbreidd frá því að klára bardagann.

Laallam varðist þó mjög vel öllum árásum Björns af bakinu út bardagann og var sterkari. Bardaginn fór að mestu leyti fram í gólfinu og í standandi glímu. Björn reyndi og reyndi að sækja í lása en alltaf varðist Laallam vel. Hrólfur Ólafsson og John Kavanagh voru í horninu hjá Birni og heyrðist hátt í Hrólfi reyna að hvetja Björn Lúkas áfram.

Svo fór að hinn sænski Khaled Laallam sigraði eftir dómaraákvörðun og átti sigurinn skilið. Björn Lúkas getur þó borið höfuðið hátt eftir einfaldlega frábæra frammistöðu á mótinu. 29 bardagamenn voru í flokknum og tekur Björn silfrið heim.

Björn hafði klárað alla bardaga sína til þessa í fyrstu lotu þar til í kvöld. Þetta verður góð reynsla í reynslubankann núna þegar hann hefur prófað að fara allar þrjár loturnar. Hinn 22 ára Björn Lúkas er núna 6-1 á ferli sínum sem áhugamaður og má telja líklegt að hann fari fljótlega í atvinnumennsku.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.