spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHróbjartur og Þorgils með sigra í Svíþjóð

Hróbjartur og Þorgils með sigra í Svíþjóð

Tveir keppendur frá VBC kepptu á Muay Thai móti í Svíþjóð í gær en báðir náðu þeir sigri.

Þorgils Eiður Einarsson var fyrstur inn en hann keppti í -71 kg flokki í C-class. Þorgils mætti Pontus Harryson frá Halmstad Fighters og sigraði með rothöggi í 2. lotu. Þorgils kláraði þetta með flottu framsparki í andlitið en bardaga hans má sjá hér að neðan.

Hróbjartur Trausti Árnason mætti síðan Nils Borglund frá Växö Titans í -81 kg flokki en bardaginn fór einnig fram undir C-class regluverki. Hróbjartur sigraði eftir dómaraákvörðun, 2-1, en þetta var hans fyrsti Muay Thai bardagi.

Vel gert hjá þeim Þorgils og Hróbjarti!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular