spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvað er að frétta af flutningum Mjölnis í Öskjuhlíðina?

Hvað er að frétta af flutningum Mjölnis í Öskjuhlíðina?

mjolnir-keiluhollin
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í fyrra tilkynnti bardagaklúbburinn Mjölnir að félagið ætlaði sér að flytja í gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni. En hvað er að frétta af húsnæðisbreytingunni á þessari stundu?

Upphaflega var talið að flutningurinn færi fram á vormánuðum en nú þegar haustið er komið hefur lítið heyrst af flutningunum. Við heyrðum í Jóni Viðari Arnþórssyni, forseta Mjölnis, til að forvitnast um hvað hafi valdið þessum töfum?

„Það voru fjárfestar sem komu inn og bökkuðu út, aðrir sem komu inn og bökkuðu út og þannig gekk það fyrir sig í langan tíma. Það var erfitt að ná samningum og því gríðarleg töf,“ segir Jón Viðar.

Jón Viðar gat ekki gefið upp mikið að svo stöddu en býst við að málin skýrist fljótlega. „Það kemur í ljós á næstu dögum hvort við förum inn eða ekki. Það eru endalausir fundir í gangi og vonandi getum við tilkynnt eitthvað fljótlega.“

Engar framkvæmdir eru því byrjaðar í húsnæðinu en samkvæmt upphaflegum teikningum verða sex mismunandi salir í húsnæðinu.

Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Conor McGregor ætli að fjárfesta í húsnæðinu en er einhver sannleikur í því? „Hann hefur ennþá áhuga á því og stefnir á að gera það. Það kemur í ljós á næstu vikum hversu mikið það verður,“ segir Jón Viðar að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular