spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvað er næst fyrir Gunnar Nelson?

Hvað er næst fyrir Gunnar Nelson?

gunnar_nelson_london

Aðeins tveir dagar eru síðan Gunnar Nelson sigraði Omari Akhedov en hverjum gæti Gunnar mætt næst? Gunnar hefur sagt að hann vilji berjast á Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður að teljast ansi líklegt að Gunnar verði þar. Þeir bardagamenn sem eru lausir í veltivigt og eru fyrir ofan top 20 í UFC samkvæmt Fightmatrix.com eru:

2# Rory MacDonald

9# Dong Hyun Kim sigraði seinast John Hathaway með frábæru snúnings olnboga og væri það stórt skref upp á við fyrir Gunnar. Kim hefur sigrað fjóra bardaga í röð og sigrað tvo í röð eftir rothögg.

11# Damian Maia hefur tapað tveimur í röð en er þó góður andstæðingur fyrir Gunnar. Maia er einn af þeim bestu í gólfglímunni í UFC en náði þó ekki að klára Rory MacDonald í seinasta bardaga þó þeir væru næstum alla fyrstu lotuna í gólfinu.

14# Martin Kampmann er í ótímabundinni pásu frá íþróttinni og óljóst hvenær hann kemur aftur. Það gæti verið gaman að sjá Gunnar keppa við Danann þó það sé ólíklegt um þessar mundir.

17# Mike Pyle átti að vera seinasti andstæðingur Gunnars en ekkert varð af þeim bardaga vegna meiðsla Gunnars. Pyle tapaði gegn Matt Brown en sigraði svo T.J Waldburger örugglega í lok febrúar. Pyle er að margra mati líklegasti andstæðingur Gunnars.

Rick Story vs. Kelvin Gastelum mætast nú um helgina á UFC 171. Sigurvegarinn þar gæti mætt Gunnari.

Það verður þó að segjast að Rory MacDonald sé ólíklegasti andstæðingur Gunnars þar sem hann er mjög ofarlega í veltivigtinni og nálægt titilbardaga. Aðrir bardagamenn sem eru lausir utan topp 20 listans eru Josh Koscheck og Stephen “Wonderboy” Thompson. Jake Shields á þó bardaga um helgina og gæti hann verið athyglisverður kostur fyrir Mjölnismanninn.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular