spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvað þarf að hafa í huga áður en byrjað er í bardagaíþróttum?

Hvað þarf að hafa í huga áður en byrjað er í bardagaíþróttum?

hanskar

Hvað þarftu að hafa í huga áður en þú byrjar í bardagaíþróttum þannig að þú fáir sem mest úr reynslunni? Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

 

Hvað ber að hafa í huga þegar þú byrjar í bardagaíþróttum?

Skildu egóið eftir heima: Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla iðkendur að skilja egóið eftir heima. Það eru allar líkur á því að einhver iðkandi sé mun betri en þú þó iðkandin sé 60 kg og þú mun þyngri. Iðkandinn getur auðveldega sigrað þig með betri tækni. Að gefast upp í t.d BJJ er engin skömm, iðkendur læra heilmikið á því að tapa.

Þú verður ekki lamin/n á fyrstu æfingu: Mikill miskilningur getur verið að þú sért laminn á fyrstu æfingunum en það er alls ekki þannig. Í flestum bardagaíþróttum hér á landi er hægt að fara á byrjendanámskeið. Þar eru allir jafn “lélegir”, ef svo má að orði komast, og því enginn sem verður laminn á fyrstu æfingunni. Það er hægt að fara í bardagaíþróttir eins og box, Muay Thai og sparkbox þar sem þú þarft ekki að vera kýld/ur í andlitið. Þú getur einfaldlega æft þig með æfingarfélaga á púða eða þú getur verið ein/n á púða.

Þú munt líklegast ekki vera í nógu góðu formi fyrir íþróttina: Til eru mörg dæmi um fólk í frábæru formi (t.d. maraþon hlaupara) sem er búið á því eftir fyrstu æfinguna. Flestir eru stífir og dálítið yfirspenntir þegar þeir byrja að t.d. glíma og þá þreytist fólk fljótt. Það kemur hins vegar allt með tímanum og mikilvægt að fara á sínum eigin hraða á æfingum. Bardagaform er allt annar handleggur, það eru aðeins örfáir sem byrja að æfa bardagaíþróttir sem mæta á fyrstu æfingu í bardagaformi.

Fylgdu reglum félagsins: Það ber að hafa í huga að iðkenndur þurfa að fara eftir öllum reglum sem æfingafélögin setja. Þær reglur eru oftast mjög aðgengilegar en brot á reglum geta þýtt brottrekstur hjá félögum. Aðal reglurnar eru alltaf að allir hafi gaman og engin slasist. Einnig ber að hafa í huga að vera hreinn og í fötum sem anga ekki af svitalykt frá því í seinasta mánuði.

Andlega hliðin: Flest allir eru pínu stressaðir þegar kemur að því að gera eitthvað sem þeir hafa aldrei gert áður. Ekki spá í hvað fólki finnst um þig eða hvað þér finnst þú vera léleg/ur. Bæði þegar það kemur að tækni eða átökum við annan iðkanda þá er mikilvægt að vera rólegur. Ef þú ert gríðarlega taugastrekt/ur þá er líklegra að þú gerir tækninna verr eða gætir hugsanlega slasað einhvern. Rétt öndun skiptir miklu máli.

 

Hvaða búnað þarft þú?

Tannhlíf: Búnaður fer algjörlega eftir hvaða íþrótt þú velur en það er þó alltaf mælt með að iðkendur bardagaíþrótta kaupi sér tannhlíf sem fyrst.

Punghlíf: Það er alltaf gott fyrir stráka að eiga punghlíf, sérstaklega fyrir sparkbox og Muay Thai.

BJJ galli: Að æfa í galla er mjög gagnlegur þáttur í BJJ þjálfun, hvort sem iðkendur vilja fremur einblína á nogi glímu eða ekki. Þetta er þó eitthvað sem þarf ekki endilega að kaupa á fyrsta degi en mikilvægt fyrir BJJ leikinn þinn að æfa líka í galla.

Vafningar og hanskar: Fyrir box, Muay Thai eða sparkbox er mikilvægt að vera með vafninga fyrir hendur. Seinna getur þú fjárfest í eigin hönskum og legghlífum.

 

Hvar getur þú fjárfest í búnaði fyrir bardagaíþróttir?

Boxbúðin hjá VBC og Óðinsbúð hjá Mjölni selja allan varning sem þarf fyrir bardagaíþróttir.

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES
spot_img

Most Popular