spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvar er hægt að horfa á Fightstar-strákana?

Hvar er hægt að horfa á Fightstar-strákana?

Þrír Íslendingar keppa á Fightstar bardagakvöldinu í London í kvöld. Hægt er að kaupa streymi á bardagana en hér má finna nánari upplýsingar um bardagana hjá strákunum.

Mjölnismennirnir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson keppa á Fightstar bardagakvöldinu í kvöld. Hér að neðan má sjá uppröðun bardaga kvöldsins:

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 17:15 á íslenskum tíma. Sigurjón Rúnar er fyrstur af Íslendingunum en hann mætir Christian Knight í áhugamannabardaga. Þrír bardagar féllu niður í dag og er Sigurjón því í 6. bardaga kvöldsins en mótshaldarar telja sig ekki vita hvenær bardagarnir byrja nákvæmlega. Fyrstu 13 bardagar kvöldsins eru allt áhugamannabardagar (3 x 3 mínútur).

Síðustu sjö bardagar kvöldsins eru atvinnubardagar (3 x 5 mínútur) en Birgir og Diego keppa báðir atvinnubardaga. Birgir Örn Tómasson er svo í 15. bardaga kvöldsins en talið er að hann keppi milli 20 og 21 í kvöld. Það fer allt eftir því hve fljótt bardagarnir á undan klárast. Diego er svo í 17. bardaga kvöldsins og berst hann því stuttu á eftir Birgi.

MMA TV sýnir beint frá bardögunum hér en hægt er að kaupa streymi á bardagana á 7,99 pund (1.131 ISK). Þá bendum við á að einnig er hægt að fylgjast með framgöngu strákanna á Snapchat-i Mjölnis (mjolnirmma).

*Uppfært*

17:51 – Tveir bardagar búnir
17:55 – Hamza Raja og Elias Abreu eru að byrja (upphaflega 4. bardagi kvöldsins)
18:05 – Fjórði bardagi kvöldsins hefst á milli Jake Hawkins og Pavlo Pivovarov
18:25 – Fimmti bardagi kvöldsins á milli Will Ward og Hamza Himdy hefst (upphaflega 7. bardagi kvöldsins)
18:36 – Bardagi Will Ward og Hamza Himdy klárast, Sigurjón næstur!
19:10 – Sjöundi bardagi kvöldsins klárast. Smá bið í næsta bardaga og enn lengri bið í Birgi.
19:20 – 8. bardagi kvöldsins hefst á milli Azahaf og Owen
19:38 – 9. bardagi kvöldsins hefst á milli Jonas Grace og Austin Simmons (upphaflega bardagi nr. 11)
20:12 – Síðasti áhugamannabardagi kvöldsins hefst á milli Joe Young og Abubakar. Tveir bardagar, svo Birgir.
20:50 – Eftir smá hlé er Birgir á leið í búrið!
21:10 – Biggi með rúst! Einn bardagi, svo Diego!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular