spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvar hefur Rick Story verið síðan hann vann Gunnar?

Hvar hefur Rick Story verið síðan hann vann Gunnar?

Rick Story
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Rick Story sigraði Gunnar Nelson í október 2014. Hann hefur ekkert barist síðan þá en snýr loksins aftur í búrið um helgina.

Rick Story mætir Tarec Saffiedine á sunnudaginn á UFC Fight Night 88. Þegar Story gengur loksins í búrið á sunnudaginn hafa 600 dagar liðið frá því hann barðist síðast.

Bardaginn gegn Gunnari var langur og erfiður en Story sigraði eftir klofna dómaraákvörðun. Í 2. lotu braut hann bein í ökklanum og sat hann því á hliðarlínunni í dágóðan tíma. Eftir að hafa jafnað sig á meiðslunum átti hann að mæta Erick Silva í júní í fyrra. Silva átti hins vegar í vandræðum með að fá vegabréfsáritun og var bardaganum frestað þar til í ágúst.

Þremur vikum fyrir bardagann í ágúst lenti hann í slæmum meiðslum á hálsi. „Ég átti mjög erfitt með að hreyfa hægri öxlina og hægri handlegginn. Ég gat ekki einu sinni lyft krukku. Ég þurfti að fara í aðgerð á hálsinum og fékk tvo gervidiska í hálsinn. Þetta hefði getað gert út af við ferilinn minn en aðgerðin tókst vel og er langt síðan ég hef verið við svona góða heilsu,“ sagði Rick Story við MMA Junkie.

Story gat því ekki mætt Erick Silva í ágúst en var kominn aftur á fullt í desember. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Story að berjast svo lítið undanfarna mánuði og hefur hann ekki haft miklar tekjur á meðan. Það verður því kærkomið fyrir Story að berjast loksins aftur á sunnudaginn.

Óheppnin hefur elt Story frá því hann sigraði Gunnar og óttaðist Story að hann þyrfti að bíða enn lengur eftir bardaga. Á sunnudaginn greindi andstæðingur hans, Tarec Saffiedine, frá því að hann gæti sennilega ekki barist vegna meiðsla. Sem betur fer gaf læknir UFC honum leyfi til að berjast. Það hefði verið ansi svekkjandi fyrir Story ef hann hefði þurft að bíða enn lengur eftir næsta bardaga.

Bardaginn gegn Tarec Saffiedine fer fram á sunnudaginn á UFC Fight Night 88. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular