Monday, April 22, 2024
HomeForsíðaHvenær byrjar Sunna í kvöld?

Hvenær byrjar Sunna í kvöld?

Sunna Rannveig Mallory Martin
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í kvöld sinn annan bardaga í Invicta. En hvenær byrjar bardaginn?

Bardagi Sunnu við Mallory Martin er þriðji bardaginn á Invicta FC 22 bardagakvöldinu í kvöld. Bardagakvöldið hefst á miðnætti á íslenskum tíma en samkvæmt áætlun Invicta á Sunna að byrja kl 1:10. Það gæti þó orðið fyrr ef fyrstu tveir bardagarnir á undan klárast snemma. Við mælum því með að allir verði búnir að koma sér fyrir rétt fyrir klukkan eitt til að missa ekki af neinu.

Hér að neðan má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá en bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphaflega áttu átta bardagar að fara fram en bardagi Jinh Yu Frey og Janaisa Morandin var felldur niður eftir að Morandin mistókst að ná vigt í gær.

Titilbardagi í bantamvigt: Tonya Evinger gegn Yana Kunitskaya
Strávigt: Ayaka Hamasaki gegn Livia Renata Souza
Strávigt: DeAnna Bennett gegn Jodie Esquibel
Atómvigt: Amber Brown gegn Ashley Cummins
Strávigt: Sunna Davíðsdóttir gegn Mallory Martin
Strávigt: Kal Holliday gegn Miranda Maverick
Fjaðurvigt: Felicia Spencer gegn Madison McElhaney

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular