UFC 214 fer fram í nótt þar sem þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast í aðalbardaga kvöldsins. Bardagarnir fara fram í Anaheim í Kaliforníu en hvenær byrjar veislan?
Fyrsti bardagi kvöldsins byrjar kl 22:30 á Fight Pass rás UFC. Fimm bardaga aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir Jon Jones og Daniel Cormeir eru í síðasta bardaga kvöldsins og ætti sá bardagi að byrja einhvern tímann á milli 3:30 og 4:30 (fer eftir því hversu snemma hinir bardagarnir klárast).
Hér má sjá þá bardaga sem fara fram í kvöld en þrír titilbardagar verða á dagskrá.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2)
Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Jon Jones
Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley gegn Demian Maia
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cristiane Justino gegn Tonya Evinger
Veltivigt: Robbie Lawler gegn Donald Cerrone
Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Volkan Oezdemir
FXX upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Fjaðurvigt: Ricardo Lamas gegn Jason Knight
Hentivigt (140 pund): Aljamain Sterling gegn Renan Barão
Fjaðurvigt: Brian Ortega gegn Renato Moicano
Fjaðurvigt: Andre Fili gegn Calvin Kattar
UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 22:30)
Strávigt kvenna: Kailin Curran gegn Alexandra Albu
Fluguvigt: Eric Shelton gegn Jarred Brooks
Léttvigt: Josh Burkman gegn Drew Dober