Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC 247?

Hvenær byrjar UFC 247?

UFC 247 fer fram í kvöld í Houston, Texas. Tveir titilbardagar eru á dagskrá en hér má sjá hvenær gamanið byrjar.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en borga þarf sérstaklega fyrir aðalhluta bardagakvöldsins (30,49 evrur eða 4.200 kr.).

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jon Jones og Dominick Reyes um léttþungavigtartitilinn. Fyrri titilbardagi kvöldsins er síðan á milli Valentina Shevchenko og Katlyn Chookagian í fluguvigt kvenna.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Dominick Reyes
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko gegn Katlyn Chookagian
Þungavigt: Juan Adams gegn Justin Tafa
Fjaðurvigt: Mirsad Bektić gegn Dan Ige
Þungavigt: Derrick Lewis gegn Ilir Latifi

ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Millivigt: Trevin Giles gegn James Krause
Veltivigt: Alex Morono gegn Kalinn Williams
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy gegn Andrea Lee
Bantamvigt: Miles Johns gegn Mario Bautista          

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:15)

Bantamvigt: Journey Newson gegn Domingo Pilarte
Bantamvigt: Andre Ewell gegn Jonathan Martinez
Fjaðurvigt: Austin Lingo gegn Youseff Zalal

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular