Saturday, April 27, 2024
HomeErlentYoel Romero og Israel Adesanya dönsuðu á sviðinu - Romero með heljarstökk

Yoel Romero og Israel Adesanya dönsuðu á sviðinu – Romero með heljarstökk

UFC hélt blaðamannafund í gærkvöldi með þeim Israel Adesanya og Yoel Romero.

Þeir Israel Adesanya og Yoel Romero mætast um millivigtartitilinn á UFC 248 í mars. Þetta verður fyrsta titilvörn Adesanya síðan hann tók titilinn af Robert Whittaker í fyrra.

Adesanya virðist hafa áhyggjur af vigtinni hjá Romero en á síðustu árum hefur Romero átt í erfiðleikum með að ná vigt.

„Trúið mér, ég er ekki að hugsa um vigtina núna. Ég hef aldrei átt í vandræðum með niðurskurðinn. Ég hef aldrei verið í vandræðum en samt er þetta alltaf spurningamerki. Ég hef náð þessari þyngd í 25 ár. Það er ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Romero.

Adesanya skaut inn og sagði að það væri hrein og klár lygi hjá Romero. „Það er lygi. Þú hefur þrisvar eða fjórum sinnum ekki náð vigt.“

Romero hefur tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í síðustu þremur bardögum sínum. Fyrst fyrir titilbardaga gegn Luke Rockhold á UFC 221 og svo aftur fyrir titilbardaga gegn Robert Whittaker á UFC 225. Romero hefur þrátt fyrir það engar áhyggjur af þyngd sinni.

Í lokin þegar kapparnir mættust augliti til auglits tók Adesanya nokkur salsa dansspor. Romero tók líka dansspor en toppaði það með afturábak heljarstökki. Yoel Romero er 42 ára gamall.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular