Fyrsta UFC bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Abu Dhabi. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Calvin Kattar en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Bardagakvöldið er á besta tíma hér á Íslandi. Fyrsti bardaginn hefst kl. 17:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 20:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Via Play með íslenskri lýsingu.
Það eru margir góðir bardagar á dagskrá í kvöld. Calvin Kattar vill sanna að hann sé meðal þeirra bestu í fjaðurvigtinni og fær sitt stærsta próf til þessa í kvöld.
Reynsluboltarnir Carlos Condit og Matt Brown mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins en UFC hefur reynt að setja þennan bardaga saman síðan 2013. Þá munu augnpotarnir Santiago Ponzinibbio og Li Jingliang mætast í spennandi bardaga í veltivigt.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 20:00)
Fjaðurvigt: Max Holloway gegn Calvin Kattar
Veltivigt: Carlos Condit gegn Matt Brown
Veltivigt: Santiago Ponzinibbio gegn Li Jingliang
Millivigt: Joaquin Buckley gegn Alessio Di Chirico
Millivigt: Punahele Soriano gegn Duško Todorović
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 17:00)
Millivigt: Phil Hawes gegn Nassourdine Imavov
Bantamvigt kvenna: Wu Yanan gegn Joselyne Edwards
Þungavigt: Carlos Felipe gegn Justin Tafa
Veltivigt: David Zawada gegn Ramazan Emeev
Bantamvigt kvenna: Sarah Moras gegn Vanessa Melo
Fjaðurvigt: Jacob Kilburn gegn Austin Lingo