spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE: Big Bang?

Hvenær hefst ONE: Big Bang?

ONE Championship verður með bardagakvöld í Singapúr í dag. Bardagakvöldið nefnist að þessu sinni ONE: Big Bang.

Fimm bardagar verða á dagskrá, tveir kickbox bardagar og þrír MMA bardagar. Í síðasta MMA bardaga kvöldsins mætast Japaninn Koyomi Matsushima og Bandaríkjamaðurinn Garry Tonon.

Garry Tonon er margfaldur heimsmeistari í Jiu-Jitsu. Hann þreytti MMA frumraun sína árið 2018 og hefur alls barist fimm MMA bardaga sem allir hafa verið háðir í ONE.

Tonon er gríðalega skemmtilegur bardagamaður og er ein stærsta rísandi stjarnan í samtökunum. Hann hefur lagt mikla áherslu á að sanna sig á öllum sviðum MMA og hikar ekki við að berjast standandi, þrátt fyrir hæfileika sína í gólfinu. Þegar í gólfið er komið þá lætur hann höggin dynja á andstæðingum sínum og finnst honum það skemmtilegra heldur en að enda bardagana með uppgjafartaki. Tonon hefur klárað alla bardaga sína annað hvort með uppgjafartaki eða tæknilegu rothöggi.

Koyomi Matsushima (12-4) er án efa sterkasti andstæðingur sem Tonon hefur mætt. Matsushima er 3-1 í ONE og eina tapið hans í samtökunum var í titilbardaga um ONE léttvigtartitilinn á móti Martyn Nguyen.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu á föstudaginn. Kvöldinu er streymt beint á Youtube rás ONE Championship

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Kickbox Léttþungavigt titilbardagi: Roman Kryklia (45-7) gegn Murat Aygun (20-7)
Fjaðurvigt: Koyomi Matsushima (12-4) gegn Garry Tonon (5-0)
Kickbox fjaðurvigt: Marat Grigorian (57-11-1(1)) gegn Ivan Kondratev
Strávigt: Bokang Masunyane (7-0) gegn Rene Catalan (6-3)
Atómvigt kvenna : Ritu Phogat (3-0) gegn Jomary Torres (4-4)

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular