spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHver fær næsta titilbardaga í veltivigtinni?

Hver fær næsta titilbardaga í veltivigtinni?

robbie_lawler_beltVeltivigtin er einn stærsti og sterkasti þyngdarflokkur UFC í dag. Meistarinn Robbie Lawler er ekki kominn með næstu áskorun en hver skyldi verða hans næsti andstæðingur?

Eftir frábæran sigur Stephen Thompson á Johny Hendricks um síðustu helgi virðast flestir vilja sjá hann gegn Robbie Lawler. Enginn hefur unnið Hendricks jafn sannfærandi líkt og Thompson gerði og hefur hann nú sigrað sex bardaga í röð í erfiðri veltivigtinni. Ef hann myndi fá næsta titilbardaga myndu eflaust fáir mótmæla því.

Það er þó einn maður sem myndi sennilega mótmæla því og það er Tyron Woodley. Woodley og Hendricks áttu að mætast í október en ekkert varð úr bardaganum þar sem Hendricks þurfti að fara á sjúkrahús sólarhring fyrir bardagann vegnu heilsufarsvandamála. UFC ákvað þó að líta á þetta sem sigur fyrir Woodley og lofaði honum næsta titilbardaga.

Þetta var í október og þurfti Woodley að bíða eftir bardaga Carlos Condit og Robbie Lawler sem fram fór í janúar. Lawler sigraði þann bardaga eftir fimm lotu stríð en ekki hefur enn verið ákveðið hver fær næsta titilbardaga.

Þarna virðist það koma í ljós hversu slæm hugmynd það getur verið að bíða eftir titilbardaga. Núna muna allir eftir frábærri frammistöðu Thompson á meðan öllum er sama um Woodley sem barðist síðast þann 31. janúar 2015.

Meira en ár er liðið frá síðasta bardaga Woodley og var það langt í frá sannfærandi frammistaða frá Woodley. Þá sigraði hann Kelvin Gastelum eftir klofna dómaraákvörðun en sólarhringi áður hafði Gastelum þurft að fara upp á spítala vegna heilsufarsvandamála í kjölfarið á erfiðum niðurskurði. Sá sigur hrópar ekki beint „gefið þessum manni titilbardaga!“

Auðvitað er hægt að vera vitur eftir á núna og segja að Woodley hefði átt að taka annan bardaga í haust til að minna á sig og sýna og sanna að hann eigi titilbardaga skilið. Það hefði líka hægt að vera vitur eftir á ef Woodley hefði kosið að berjast aftur og tapað og sagt að Woodley hefði átt að bíða.

demian maia ufc 194
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Fyrir utan Woodley og Thompson eru tveir aðrir sem eru ansi nálægt titilbardaga – Carlos Condit og Demian Maia. Condit tapaði afar naumlega fyrir meistaranum í janúar og telja margir að hann hafi í raun unnið bardagann. Að margra mati ætti hann að fá annan titilbardaga strax þar sem bardaginn var svo gríðarlega jafn.

Demian Maia mætir Matt Brown í maí og er talið að Maia fái titilbardaga með sigri á hinum eitilharða Brown. Það virðast þó aðeins vera orðin tóm enda virðist ekkert öruggt hver fær næsta titilbardaga á þeim tímum þar sem við fáum ekkert nema endalausar endurtekningar í titilbardögum.

Kjósi UFC að láta þá Condit og Lawler berjast aftur er toppurinn í veltivigtinni kominn í ansi flókna stöðu. Vissulega væri það gaman að sjá það Condit og Lawler mætast aftur en þá gætu þeir Thompson, Woodley og Maia (sigri hann Brown) allir haft réttmæta kröfu á titilbardaga sem gæti verið ansi flókin staða. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Rory MacDonald sem er ekki enn kominn með næsta bardaga.

Það er ljóst að UFC hefur marga kosti í stöðunni og verða aldrei allir sáttir með niðurstöðuna. Það er þó nokkuð ljóst að UFC er að minnsta kosti ekki uppiskroppa með áskorendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular